Saga - 1989, Side 150
148 ÍHALDSSEMI OG FRAMFARAHUGMYNDIR FYRR Á TÍMUM
fremur reynt að komast af með því að stunda sveitabúskap en hefja
sjómennsku frá þurrabúðum.
Pað er eftirtektarvert, að Ólafur Stefánsson skuli lofa Píningsdóm í
ritverki sínu, enda sýni sá dómur, hve fyrri tíma mönnum hafi verið
umhugað um að halda sem flestum við landbúnað.34 Varla lýsir þetta
vilja ráðamanna til að nýta auðlind hafsins í þeim skilningi, sem
nútímamenn leggja í orðið „nýting"? Lofsyrði Ólafs um Píningsdóm
eru einmitt til merkis um það, hve afstaða höfðingja til þéttbýlis virð-
ist hafa breyst ótrúlega lítið frá fimmtándu öld til loka hinnar átjándu.
IX
Árið 1829 kom ársritið Ármann á alþingi út í fyrsta sinn. Par reyndi rit-
stjórinn, Baldvin Einarsson, að skapa persónur sem áttu að vera
dæmigerðar fyrir mismunandi afstöðu íslensku þjóðarinnar í ýmsum
efnum. Aðalpersónurnar, Sighvatur, Pjóðólfur og Önundur, áttu að
tákna þrjá aðalflokka manna á íslandi; þá sem væru fastheldnir úr
hófi (Pjóðólfur), þá sem væru nýjungagjarnir úr hófi (Önundur) og
þá sem kynnu að greina þar á milli (Sighvatur).35 í Ármanni kemur að
mörgu leyti fram svipuð lýsing á viðhorfum manna í íslensku samfé-
lagi og í riti Gísla Gunnarssonar. Jafnframt var þar rekinn áróður fyrir
samheldni heildarinnar, „þjóðarlíkamans", gegn vaxandi einstakl-
ingshyggju, sem menn röktu mjög til þéttbýlis í Reykjavík.
í boðskap Baldvins Einarssonar má líka finna skyldleika við mál-
flutning Ólafs Stefánssonar: Almenningur skyldi halda sig við „sitt
stand" og vera vinnusamur í þjónustu bænda.
íhaldsmaðurinn Þjóðólfur var ekkert hrifinn af Búnaðarbálki Eggerts
Ólafssonar né öðrum upplýsingarritum, sem boðuðu breytingar.36
„Pað er best að hafa hvað eina eins og það hefir verið haft hingað til,
og láta svo vera."37 Þessi orð Pjóðólfs gætu verið nokkurs konar ein-
kunnarorð þeirra íhaldssömu bænda, sem hér hefur verið fjallað um,
enda átti Þjóðólfur að vera dæmigerður fyrir fjölda búhölda.
34 Ólafur Stefánsson: „Um Jafnvægi Bjargræðisveganna . . .", 152-3.
35 Nanna Ólafsdóttir: Baldvin Einarsson og þjóðmálastarf hans. Rv. 1961, 41.
36 Ármann á alþingi eða almennur Fundur íslendinga. Ársrit fyrir búhölda og bændafólk á ís-
landi, fyrsti árg. Útg. af Þorgeiri Guðmundssyni og Baldvini Einarssyni, Kh. 1829,
173.
37 Ármann á alþingi . . ., 188.