Saga - 1989, Síða 151
ÍHALDSSEMI OG FRAMFARAHUGMYNDIR FYRR A TlMUM 149
Sem fyrr segir líkir Baldvin Einarsson þjóðfélaginu við mannslík-
ama, og út frá þeirri samlíkingu er það greint og tekið á helstu „mein-
um" þess (sbr. marköngladóm, þar sem leitað er lækninga á slíkri
„sótt"):
sérhver limur hans [þjóðarlíkamans] lifir að sönnu sínu eigin
Iífi, en hann lifir og svo því lífi sem allur líkaminn lifir. Það er
undireins sjúkdómur hjá honum þegar einn af limum hans er
ekki heilbrigður . . . En sjúkdómar hinna einstöku lima geta
haft ýmisleg upptök. Þegar einhver limurinn tekur uppá
því . . . að neita líkamanum um sína þjónustu, þá neitar hann
sjálfum sér um hana líka, og hlýtur að visna upp, og ef hann er
stór eða mikilvægur, visnar líkaminn upp með honum.38
Lýst er nánar þeim sjúkdómum, sem hrjá þjóðarlíkamann, þ.á m.
einstaklingshyggjunni. Að lokum er ályktað hvernig og hvers vegna
þjóðarlíkaminn og mannslíkaminn líkjast hvor öðrum:
Við skulum ekki ætla að það sé orðið af hendingu, heldur hefir
skaparinn ætlast svo til, að það skyldi vera eins mikil ein-
drægni á milli allra lima hins fyrrnefnda líkama, eins og milli
lima hins síðarnefnda, og eigum við sjálfir að stuðla til þess að
það verði, því það er mikið komið undir okkur sjálfum.39
Báðir líkamarnir voru skapaðir af guði og einstaklingnum bar skylda
ttl að varðveita sköpunarverkið. Allar sóttir, s.s. einstaklingshyggja,
sem lögðust á líkamann og sköðuðu „eindrægnina", voru því bæði
guði og mönnum andstæðar.40
Önundur, nýjungagjami þurrabúðarmaðurinn af Seltjarnarnesi,
var sá eini hinna þriggja höfuðpersóna í Ármanni, sem ekki reyndist
alveg sáttur við, að menn mættu ekki skara eld að eigin köku. Hann
komst svo að orði, að „það muni ekki gera svo mikið til sakarinnar, þó
einn eða tveir íbland svo marga hliðri sér dálítið hjá", þ.e. ynnu að
því að bæta eigin hag án tillits til „þjóðarlíkamans". En svarið, sem
38 Ármanti á alþingi . . ., 197-8.
39 Ármann á alþingi . . „202-3.
40 Efnahags- og stjómmálastefna Baldvins Einarssonar var sótt í smiðju evrópskra
íhaldsmanna á þessum tíma, einkum þó þeirra þýsku. Peir líktu samfélaginu við
líkama og töldu það merki um sjúkleika, ef einn hluti þessa líkama (þ.e. samfélags)
faeri að hegða sér, eins og hann væri sjálfstæður. I þessu samhengi má benda á
kenningar þýska heimspekingsins Johans Gottliebs Fichtes (1762-1814). Sbr. Roll,
Eric: A History of Economic Thought, London 1973, 216-17. (Fichte lýsti samfélaginu
sem „organisiertes Naturprodukt").