Saga - 1989, Page 156
154
JAN RAGNAR HAGLAND
festa, að keflin frá Niðarósi eru, þegar á heildina er litið, öllu eldri en
sambærilegar minjar, sem grafnar hafa verið úr jörðu í Björgvin. Þar
hafa fundist eitt hundrað kefli með læsilegum áletrunum, og hefur
u.þ.b. þriðjungur þeirra verið aldursgreindur út frá jarðlögum, sem
bera merki um eldsvoða og eru frá því eftir aldamótin 1300. Þessi
niðurstaða rennir frekari stoðum undir þá kenningu, að merkikeflin í
Niðarósi tengist verslun íslendinga sérstaklega, því að þungamiðja
hennar færðist ótvírætt frá Niðarósi til Björgvinjar í byrjun 14. aldar
(sjá Sögu 1988, bls. 57).
Að öðru leyti hafa rannsóknir fornleifafræðinga fært æ betri sönnur
á, að gata hefur legið yfir uppgraftarsvæðið. Rannsókn einstakra reita
á svæðinu gerir okkur kleift að átta okkur á, hvernig byggðin hefur
þróast á miðöldum. Elsti reiturinn á rannsóknarsvæðinu hefur verið
tímasettur „frá því fyrir 1025" (Rannsóknaskýrsla 13, 1. hluh, bls. 82
o.áfr.). Öll merkikeflin, að tveimur eða þremur frátöldum, komu fram
við uppgröft á þeim stöðum, sem fornleifafræðingar hafa nefnt reit
sjö (skv. aldursákvörðun frá tímabilinu frá því um 1175-1300) og reit
átta (frá árunum 1225-1325 eða þar um bil). Uppdrátturinn sýnir,
hvernig byggðinni var háttað á reit sjö (Rannsóknaskýrsla 13,1. hluti,
bls. 125). Allt bendir til, að unnt sé að ákvarða aldur minjanna með
nokkru meiri nákvæmni á hverjum reit fyrir sig. Þá kemur í ljós, að
engin merkikefli hafa fundist í jarðlögum, sem eru yngri en frá alda-
mótunum 1300, og gildir þá einu, hvort þau eru á reit sjö eða átta.
Athyglisvert er, að merkikeflin hafa nær eingöngu fundist á tiltölu-
lega litlum afmörkuðum blettum á uppgraftarsvæðinu. Öll fundust
þau vestan götunnar, sem mótar fyrir á svæðinu, í húsgrunnum, sem
bera merki um margvíslegt handverk og verslun. Sæbjerg W. Noreide
fornleifafræðingur túlkar hinn fjölbreytta minjasjóð á þann veg, að
svæðið vestan götunnar hafi verið selt á leigu ýmsum handverks-
mönnum og kaupmönnum til ákveðins tíma í senn. Minjamar benda
til, að lóðin 2B á uppdrættinum hafi einkum verið nýtt til verslunar og
viðskipta (Rannsóknaskýrsla 20). Þar hafa líka fundist flest merkikefli
(sjö kefli af 23, og em þau öll frá tímabilinu frá því um 1175-1300).
Álíka mörg kefli (fimm af 23) fundust á lóðinni 6B lengra norður með
götunni. Framangreindar niðurstöður fornleifafræðinga eru að sjálf-
sögðu ekki einhlítar, þegar kemur að því að túlka merkikeflin sem
sagnfræðilegar heimildir. En sú staðreynd, að flest finnast þau á
stöðum, sem bera þess merki að hafa verið leigðir út til ýmiss konar