Saga - 1989, Qupperneq 158
156
JAN RAGNAR HAGLAND
tóku land í Niöarósi. Er þeir spurðu, að Ólafur konungur sæti í Vík-
inni, mælti Bolli svo fyrir, að þeir skyldu „hér sitja vetrlangt í
bænum", því ófýsilegt væri „að rekast milli kaupstaða á haustdegi".
Síðan segir svo í sögunni: „ryðja þeir nú skip sitt ok taka sér bæjar-
setu". Er engan veginn fráleitt að ætla, að slíkar hversdagslýsingar á
venjubundnum athöfnum manna í kaupstað endurspegli mætavel
háttu farmanna á 12. og 13. öld, eins og menn þekktu þá á íslandi.
Staðir þeir, sem grafnir hafa verið upp á lóð Borgarbókasafnsins og
sýna, að menn hafa stundað vörumerkingar, gætu því verið til marks
um slíka „bæjarsetu" farmanna, sem getur í Laxdælu, þótt ekki verði
færðar á það neinar óyggjandi sönnur.
Að endingu skal getið eins atriðis til viðbótar. í umræðum um,
hvert hlutverk merkikeflanna hafi verið, hafa menn reynt að grafast
fyrir um úr hvaða trjátegund þau eru gerð. Að sjálfsögðu er ekki unnt
að ákvarða uppruna keflanna út frá trjátegundinni, en í þessu við-
fangi gæti það talist viðbótarröksemd, ef merkikeflin væru gerð úr
viði, sem vaxið getur á íslandi. Keflin úr uppgreftinum í Niðarósi eru
sum hver þannig á sig komin, að ekki er mögulegt að taka sýni úr
þeim. Safn Konunglega norska vísindafélagsins í Niðarósi hefur þó
gefið færi á að taka sýni úr nokkrum keflanna (sjö af þeim 23 merki-
keflum, sem komið hafa í leitirnar á lóð Borgarbókasafnsins). Hér var
um að ræða eftirtalin merkikefli úr yfirlitinu í Sögu 1988: nr. 2, 9, 10,
12, 14, 17 og 20. Sum þessara kefla hafa sérkenni, sem benda hl
íslands, önnur ekki. í ljós kom, að sex keflanna voru gerð úr furu, en
hið sjöunda úr greni (nr. 9: Ari á).3
Sú staðreynd, að umræddar trjátegundir vaxa ekki á eyjunum í
vestur frá Noregi, er þó engin gild röksemd gegn því, að sum merki-
keflin séu íslensk að uppruna. Vitneskja okkar um, hvaða trjátegund-
um menn höfðu aðgang að á íslandi á miðöldum, er raunar af heldur
skornum skammti (sjá þó Nordisk kultur XVII: Bygnadskultur, Sth.,
Oslo, Kbhn. 1953, bls. 110). Farmenn hafa þó vísast haft nægilegan
aðgang að bæði rekaviði og innfluttum viði hl að geta smíðað sér lítil
merkikefli efhr þörfum, hvort heldur úr greni eða furu, svo að þeir
gætu merkt farm sinn, þegar á þurfh að halda.
Sigurður Ragtiarsson þýddi
3 Grasafræðingamir Paula Sandvik og Syneve Fjeldstad Selvik við Grasafræðiskor
Þrándheimsháskóla önnuðust greininguna.