Saga - 1989, Page 161
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
159
Athugasemd við ritfregn Eiríks
Guðmundssonar um Sögu Ólafsvíkur
Inngangur
Það er ágæt regla margra sem við ritstörf fást að svara ekki í lengstu lög rit-
dómum um verk sín. Þegar ég hafði lesið ritfregn Eiríks Guðmundssonar í
síðustu Sögu um bók mína: Saga Ólafsvíkur. Fyrra bindi, fram um 1911, fann ég
mig þó knúinn til svara. Réð þar mestu að mér fannst gagnrýni hans í mörgu
ósanngjörn og óréttmæt. Eiríkur fjallar um ritið án minnsta tillits til yfirlýstra
markmiða þess og án þess að leggja mat á það hvort það svari þeim spum-
ingum sem liggja til grundvallar rannsókninni.
Einar G. Pétursson komst svo að orði í ritdómi í Skírni 1988:
Alltaf er nauðsynlegt þegar bækur eru dæmdar að spyrja fyrst um til-
gang útgefandans. Er bókin sú sem hún segist og vill vera?1
Ég er sammála Einari um að þetta er sjálfsögð skylda ritdómara, og vil bæta
því við að jafnframt er nauðsynlegt að huga að kenningarlegu baksviði verks
°g því hvort það svari þeim rannsóknarspurningum sem því er ætlað að fást
við. Allt þetta leiðir Eiríkur hjá sér í ritfregn sinni, en dæmir verkið út frá því
hvernig honum finnst að það hefði átt að vera. Slíkt kann að vera eðlilegt
þegar ritum eru ekki sett ákveðin markmið og rannsóknarspurningar. Það á
þó ekki við um rit mitt. ítarleg grein er gerð fyrir kenningarlegum forsendum
verksins, markmiðum þess og rannsóknarspurningum. Kenningarlegar
forsendur ritsins eru einkum sóttar í niðurstöður erlendra rannsókna um
áhrif tæknibreytinga í sjávarútvegi á búsetuþróun, atvinnuhætti og félags-
gerð byggðarlaga við sjávarsíðuna. Rannsóknarspumingar ritsins eru leidd-
ar ut frá þessum kenningum. Þær miða að því að skýra þróun atvinnuvega,
hyggðar, sveitarstjórnar og félagslífs í Ólafsvík fram til okkar daga. 1 fyrra
bindi verksins er einkum fengist við tímabilið frá því að Ólafsvík var löggilt-
Ur verslunarstaður 1687 til þess að þorpið varð að sjálfstæðu sveitarfélagi
f^ll. Margar mikilvægar spurningar bíða því síðara bindis verksins og þar
verða dregnar heildarniðurstöður. Þar sem kenningarlegar forsendur ritsins
snuast einkum um breytingar á atvinnu- og búsetuháttum er meginþungi
umfjöllunarinnar í fyrra bindinu bundinn sögu staðarins á 19. öld, þar eð litl-
ar hreytingar urðu á íbúafjölda og atvinnuháttum á 18. öld.
.£>e’r sem lesið hafa Sögu Ólafsvíkur geta ráðið af ritfregninni að við Eiríkur
ófum ólík viðhorf til ritunar héraðssögu. Af ritfregninni er ljóst að hann tel-
ur að heimildimar eigi að ráða efnisinnihaldi verksins. Ég er aftur á móti
peirrar skoðunar að rannsóknarspumingamar eigi að ákvarða efnistök og af
e li spuminganna og mikilvægi ráðist hvaða heimildir séu nýttar og að
hvaða marki.
Einar G. Pétursson, „Islendingasögur og þættir" (ritfregn), Skírnir, haust 1988, bls.