Saga - 1989, Page 163
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
161
ið úr 140 í 224 í stað 255 eins og ég hélt fram. Eiríkur getur þess að ég vísi í
þessar tölur í öðrum köflum bókarinnar. Nákvæmara væri að orða það svo
að ég vísi til fólksfjölgunar á þessu tíu ára tímabili, og ekki verður vefengt að
hún hafi átt sér stað.
Tekið skal fram að i kaflanum er einnig fjallað um mannfjöldaþróun í
Ólafsvík á þessari öld, fólksflutninga, heimilisstærðir o.fl. en Eiríkur finnur
ekkert að þeirri umfjöllun. Athugasemdir hans eru bundnar við efni sem sett
er fram í einni töflu, skýringarmynd og texta sem fyllir tæplega einn dálk af
þeim 24 sem kaflinn telur. Engu að síður fellir hann þann dóm um kaflann í
heild að umfjöllun mín um íbúafjölda og mannfjöldaþróuin sé að miklu leyti
-,ómerk". Hann reynir að gera útreikninga á fæðingar- og dánartölum tor-
trygí?flega með skírskotun til þess að tölurnar virðist háar og ekki sé vísað til
heimilda um þær. Þetta er rangt. Skilvíslega er vísað neðanmáls til prests-
þjónustubóka um þetta atriði. Þess ber og að geta að í kaflanum set ég ítar-
lega fyrirvara um tölumar frá 1837-41, sem eru talsvert yfir landsmeðaltali
(bls. 54).
(b) Varðandi sjöunda kafla verksins, sem fjallar um landbúnað, bendir Eirík-
ur réttilega á að ég hafi ekki notað búnaðarskýrslur til að tilgreina búfjáreign
Olsara. Eiríkur kveður búnaðarskýrslur veita allgóða vitneskju um þetta
atriði einstök ár og tilgreinir árið 1854 í því sambandi. Hann segir í framhaldi
af þessu: „Það skal tekið fram að ekki er allt kvikfé Ólsara alltaf auðgreinan-
'egt í skýrslunum. Fé búðafólks í hreppnum er stundum talið saman" (bls.
239). Við athugun á þessum skjölum virtist mér að hið síðarnefnda væri
reglan, en Eiríkur hefur bent á tiltekið ár, þar sem svo var ekki. Við frekari
athugun fann ég sambærilegar skýrslur nokkur önnur ár. Ekki er þó á gmnd-
velli þessara skýrslna unnt að fjalla um kvikfjáreign Ólsara alla 19. öld, eins
°g Eiríkur heldur fram, því einungis einn búnaðarskýrslukassi af þeim
þremur sem getur í skrám Þjóðskjalasafns er finnanlegur á safninu. Hann
tekur til áranna 1851-82 (athugaði þetta síðast 4. nóv. 1988).
Óm kaflann í heild fellir Eiríkur þennan dóm: „Vegna þess að höfundi hef-
ur yfirsést í heimildaleit sinni verður lesandinn lítils vísari um þátt landbún-
aðar í atvinnulífi Ólafsvíkurbúa" (bls. 239). Ég dreg í efa að þeir sem lesa
urnfjöllun mína um margvíslegar búnaðarannir Ólsara, skepnuhirðingu,
neyskap, mótöku, matjurtarækt o.fl. sem byggir m.a. á óbirtum ritum lát-
'nna heimamanna og viðtölum við eldri Ólsara, séu þessari fullyrðingu sam-
Hin ósanngjarna gagnrýni
er ' inngangi telég margt í gagnrýniEiríksósanngjamtogann-
3 p.eui'ln‘s rangt. Þessa skoðun mun ég nú rökstyðja.
níkur heldur því tvisvar fram í ritfregninni að rit mitt „eigi" að fjalla um
s°gu Ólafsvíkur frá landnámi til um 1911 (bls. 230 og 235). Hann gagnrýnir
í cC u þeim forsendum að það „eigi" að greina frá öllu því helsta sem
sa a^SV1*< 8erðist á þessu langa skeiði. Hér virðist hann fullkomlega mgla
an markmiðum rits míns og markmiðum þess rits sem hann tók þátt í að
U~SAGA