Saga - 1989, Blaðsíða 164
162
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
skrifa um sögu Fróðárhrepps.3 í aðfaraorðum að ritinu get ég þess að áhersl-
an í umfjölluninni sé einkum bundin 19. öld. Þessu ráði tvennt: „a) Heimild-
ir um 19. öld eru mun fjölskrúðugri en um 18. öld. b) Mestan hluta 18. aldar
urðu litlar breytingar á íbúafjölda og atvinnuháttum í byggðarlaginu" (bls.
11). Kenningarlegur bakgrunnur verksins og þær rannsóknarspurningar
sem því er ætlað að svara taka mið af þessu. Það er því fásinna að gagnrýna
mig fyrir að fylgja yfirlýstum markmiðum ritsins, en þetta gerir Eiríkur þrá-
faldlega. Hann er ekki sáttur við umfjöllun mína um 18. öld. Engu að síður
sneiðir hann hjá því að ræða þá afstöðu út frá rannsóknarspurningum
ritsins, enda fyndi hann lítil rök til þess. Hann er hins vegar nákunnugur
sögu Fróðárhrepps á 18. öld og finnst miður að „skemmtilegur" fróðleikur
um það efni fái ekki að fljóta með í bókinni, án tillits til þess hvort hann komi
við rannsóknarspurningum verksins. Af þessum sökum gefur hann í skyn
að takmörkuð umfjöllun mín um 18. öld stafi af ófullnægjandi heimildaleit.
Hann segir m.a um fjórða kafla verksins:
í upphafi kaflans gerir höfundur nokkra grein fyrir heimildum. „Á
18. öld eru þessar heimildir þó rýrar, en skýrslur sýslumanna og
bréfagerðir varpa þó á einstökum skeiðum nokkru ljósi á almenna
hagi, þótt fulldauft sé."(60) Stuttu síðar segir Gísli: „Umfjöllunin er
þó að verulegu leyti bundin við 19. öld, enda heimildir um það
tímabil mun ríkulegri en um 18. öld." Þegar hér er komið fara
skýringar höfundar á því að hann fjalli lítið um 18. öldina nánast að
hljóma sem afsökun... (bls. 235).
Eiríkur velur að sleppa málsgrein milli tilvitnananna sem hann birtir. Hún er
svohljóðandi:
Af þessum toga eru heimildir um skiptingu Neshrepps, sem raktar
voru í öðrum kafla og upplýsingar um hagi landseta í Ólafsvík, sem
vikið var að í þriðja kafla (bls 60).
Um þessa þætti sem tengjast sveitarstjórn og almennum högum (viðfangs-
efni 4. kafla rits míns) hafði verið fjallað áður og er vísað til þeirrar umfjöllun-
ar í upphafi kaflans. Auðvitað þjónaði það ekki röksemdafærslu Eiríks að
þetta kæmi fram.
Eiríkur ber mér á brýn að hafa ekki kannað ýmsar grunnheimildir, t.d.
skjalasafn amtmanns Vesturamtsins (bls. 235). Sem betur fer leiðréttir hann
sumt af þessu sjálfur. Þannig segir hann t.d. um annan kafla verksins:
Gísli rekur þetta eftir heimildum í sýsluskjalasafni og skjalasafni
Vesturamtsins (bls. 233).
Kafla bókarinnar um sveitarstjórn, almenna hagi, þorpsbrag, verslun og
sjávarútveg (kaflar 4-6) telur Eiríkur alla vel unna, en reynir samt að finna
eitthvert smáræði til aðfinnslu. Flest af því tekur ekki að ræða en ég mun
staldra við fáein atriði sem mér finnst skipta máli.
Verslunarkafla ritsins segir hann „fyrst og fremst frásögn af verslunum og
3 Eiríkur Guðmundsson, Jón Ámi Friðjónsson og Ólafur Ásgeirsson, Sjávarbyggð
undir Jökli. Saga Fróðárhrepps. Fyrri hluti. Án útgáfustaðar 1988.