Saga - 1989, Page 165
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
163
kaupmönnum í Ólafsvík. Sú frásögn er víða byggð á ritum Oscars Clausens
og Gils Guðmundssonar" (bls. 236).
Þar sem engin bókhaldsgögn verslana í Ólafsvík eru varðveitt frá einokun
til 1911 er erfitt að fjalla ítarlega um viðskipti verslunarmanna og viðskipta-
vina. Á hinn bóginn er tæplega unnt að halda því fram að kaflinn byggi
„víða" á ritum áðurgreindra manna. I kaflanum eru 111 neðanmálstilvísanir,
langflestar í prentaðar og óprentaðar frumheimildir. Einungis 14 þessara til-
vitnana eru í rit Oscars og Gils, þar af fjórar þar sem missagnir þeirra eru
leiðréttar. Hins vegar eru í kaflanum 28 tilvísanir í heimildir á Þjóðskjalasafni
og í handritadeild Landsbókasafns, en einmitt vegna þeirra, ekki síst bréfa
Hans A. Clausens til Bjama Thorsteinssonar, varpar kaflinn nýju ljósi á
verslun á utanverðu Nesinu á 19. öld.
Eiríkur heldur því fram að í kaflanum um verslun svari ég ekki
spurningum eins og þessum (sem höfundur spyr ekki): Hvaða máli
skipti verslunin fyrir afkomu fólks? Var vöruskortur algengur? Versl-
uðu Ólsarar annars staðar? Kom fólk úr öðmm hémðum oft til Ólafs-
víkur til að versla? Hvemig var verðlag? (bls. 237).
Þetta er allt rangt.
Um áhrif verslunarinnar á afkomu fólks er fjallað í sérstökum undirkafla
bls. 131-32, en um félags- og menningarleg áhrif hennar í undirkafla á bls.
129-31. Að efnahagslegum áhrifum verslunar er þráfaldlega vikið annars
staðar í ritinu, m.a. á bls. 48, 59, 80-82 og 212-14. Um vörubirgðir og vöm-
skort er m.a. fjallað á bls. 100 og 122. Um verðalag er t.d. fjallað á bls. 90-91,
122, 123 og 124. Um verslun Ólsara annars staðar er m.a. rætt á bls. 155-56.
Um verslun utansveitarfólks í Ólafsvík og þann svip sem það setti á mannlíf
yfir kauptíðina er t.d. fjallað á bls. 130-31. Þessi dæmi ættu að nægja til að
sýna fram á að fullyrðing Eiríks er úr Iausu lofti gripin.
í sambandi við umfjöllun mína um sjávarútveg gagnrýnir Eiríkur að bún-
aðarskýrslur séu ekki notaðar til að svara spurningum um fjölda báta í Ólafs-
vík og eignarhald á þeim. Rétt er að ég nota ekki þessar skýrslur, enda hluti
þeirra ekki finnanlegur á Þjóðskjalasafni, eins og fyrr er á bent. Á hinn bóg-
tnn styðst ég við aðrar heimildir um bátaeign, en um það efni er fjallað á bls.
140-44 í ritinu. Hér nota ég m.a. skýrslur sýslumanna um þilskip og báta, rit
lakobs Severitis Plums og Stjórnartíðindi. Það er rangt hjá Eiríki að ég geti ekk-
ert um bátaeign fyrr en á síðari hluta 19. aldar. Ég get einnig bátaeignar í
þorpinu við lok 18. aldar (1785 og 1797) og fjalla svo um bátafjölda í hreppn-
um öllum á ýmsum skeiðum allt frá 1770 til upphafs þessarar aldar. Þær upp-
lýsingar sem ég birti um þetta efni, bæði hvað varðar bátaeign í Ólafsvík,
hreppnum og sýslunni í heild, eru að mínum dómi fullnægjandi til að svara
þeim spurningum sem varpað er fram um fjölda báta, eignarhald á þeim og
umfang útgerðar.
Niðurlag
Fjölmargt fleira úr ritfregn Eiríks mætti gera að umtalsefni, þótt hér verði að
mestu látið staðar numið. Ég hef vikið að þeim atriðum sem mér finnst mestu