Saga - 1989, Síða 166
164
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
skipta, bæði því sem ég tel hann leiðrétta og því sem ég tel ekki standast.
Ljóst er að við Eiríkur höfum í grundvallaratriðum ólík viðhorf til ritunar
héraðssögu. Ég hef leitast við að rita bók sem byggir á kenningarlegum for-
sendum og á að svara ákveðnum lykilspurningum. Eiríkur hefur átt þátt í að
rita bók um sama byggðarlag, eins konar heildarúttekt á afkomu og atvinnu-
háttum. Rit þeirra félaga má flokka undir stefnu sem á ensku kallast „total
history". Báðar aðferðirnar eiga að mínu mati fullan rétt á sér. Hitt má ekki
gleymast að verk sem hafa yfirlýst markmið ber að dæma á forsendum þeirra
sjálfra, ekki á forsendum ritdómarans. Á hinn bóginn er ekkert við það að
athuga að ritdómari finni að kenningarlegum forsendum rits eða vefengi að
rannsóknarspurningar þess séu rétt valdar. Petta gerir Eiríkur ekki. Hann
ræðir hvorki forsendur ritsins né rannsóknarspurningar þess.
En hver er niðurstaða Eiríks um rit mitt? Hann segir í lok ritfregnarinnar:
Pað eru mér mikil vonbrigði að komast að þeirri niðurstöðu að Saga
Ólafsvíkur standist í mörgum atriðum ekki þær kröfur sem að mínu
mati á að gera til verks af þessu tagi (bls. 240).
Lítum nú á það hvaða orðum Eiríkur fer um einstaka kafla verksins.
1. kafli, inngangur. „Drýgstur hluti þessa kafla er ágæt örnefna- og stað-
háttalýsing og í bland við hana kemur ýmislegt fram um þróun staðarins
fram á 19. öld. Frásögn Gísla er hér lipur og áhugavekjandi" (bls. 231).
2. kafli, um þróun sveitarstjórnar. „Er það greinargott yfirlit og veitir ágæta
heildarmynd... Næsti þáttur kaflans er skemmtilegur og fróðlegur...
Mér vitanlega er það í fyrsta sinn sem varpað er skýru ljósi á það mál á
prenti" (þ.e. skiptingu Neshrepps hins forna) (bls. 233).
3. kafli, um mannfjöldaþróun. „Umræður höfundar og niðurstöður... að
miklu leyti ómerkar" (bls. 235).
4. kafli, um sveitarstjórnarmál, almenna hagi og þorpsbrag. „Kaflinn er að
mörgu leyti ágætlega unninn þótt áherslan sé að mínu mati of mikil á
sveitarstjórnarmál..." (bls. 236).
5. kafli, um verslun. „Upphaf fríhöndlunar fær ágæta umfjöllun hjá
Gísla... Þessi kafli er um margt fróðlegur" (bls. 236).
6. kafli, um sjávarútveg. „Margir þættir eru hér ágætlega unnir og í heild
veitir kaflinn ágætt yfirlit yfir aðstæður í sjávarútvegi á rannsóknarsvæð-
inu, einkum á 19. öld" (bls. 237).
7. kafli, um landbúnað. „Vegna þess að höfundi hefur yfirsést í heim-
ildaleit sinni verður lesandinn lítils vísari um þátt landbúnaðar í
atvinnulífi Ólafsvíkurbúa" (bls. 239).
8. kafli, um menningar-, skóla- og félagsmál. „Pessi kafli er ágætlega
unninn..." (bls. 239).
9. kafli, um skiptingu Neshrepps innri. „Þessi kafli er skilmerkilegur og vel
saminn" (bls. 239).
10. kafli, niðurstöður. „í lokakafla dregur höfundur saman niðurstöður sín-
ar í meginatriðum... Athyglisverð er sú niðurstaða hans að fólksfjölgun
í lok 19. aldar hafi, ólíkt því sem gerðist víða annars staðar, ekki verið
vegna eflingar í þilskipaútvegi heldur vegna aukinna umsvifa í verslun
og sjávarútvegi" (bls. 239-40).