Saga - 1989, Page 172
170
ANDMÆLI OG ATHUGASEMDIR
brjóstið á forystumönnuin danskra krata og að þeir hafi sett það sem skilyrði
fyrir 5000 d.kr. láni, sem raunar varð styrkur, að framboð hans yrði dregið til
baka. (Bls. 22-4) Þeir gerðu það að skilyrði fyrir styrkveitingu að barátta
flokksins yrði á algjörlega sósíaldemókratískum grunni, bæði í ræðu og riti.
Gísli fellst að vísu á að kröfur danskra krata hafi verið ein af mörgum ástæð-
um þess að framboð hans hafi verið dregið til baka, „en öruggt verður að telja
að þær hafi ekki verið eina ástæðan." Raunar segi ég hvergi að krafa Dana
hafi verið eina ástæðan. Mér verður enn á að spyrja hver séu rök Gísla? Hann
bendir á tvennt sem taka verður tillit til í þessu sambandi: 1. Að Framsókn-
arflokkur og Alþýðuflokkur hafi gert með sér óskrifað samkomulag um að
bjóða helst ekki fram hvor á móti öðrum. Svo er að sjá sem Gísli telji að þessi
samvinna hafi leitt til þess að Ólafur hafi verið dreginn til baka með áskorun
til fylgismanna flokksins að kjósa í staðinn „frambjóðanda Framsóknar-
flokksins, Karl Einarsson". 2. Að Ólafur hafi verið umdeildur innan flokksins
af ýmsum ástæðum, bæði persónulegum og málefnalegum.
Þessar ábendingar vega ekki þungt. í fyrsta lagi var Karl Einarsson ekki
frambjóðandi Framsóknarflokksins. Og í öðru lagi ber heimildum saman um að
þrátt fyrir að Ólafur hafi verið umdeildur þá hafi hann verið ákaflega vinsæll.
Þess vegna hefði mátt ætla, einmitt í ljósi þessa kosningabandalags Fram-
sóknar og krata, að framsóknarmenn í Eyjum hafi stutt kratann Ólaf Friðriks-
son en ekki utanflokkaframbjóðandann Karl Einarsson, sem Gísli gerði að
ótímabærum framsóknarmanni. Traustar heimildir sýna hins vegar að kosn-
ingastuðningur Dana var bundinn því skilyrði að Ólafur væri ekki í fram-
boði. Hvort það hafi verið eina ástæða þess að framboð hans var dregið til
baka er raunar ekki ljóst, en á meðan aðrar heimildir hafa ekki komið í ljós
sem benda til annars má álíta að krafan sú hafi riðið baggamuninn. Gísli telur
augljóst að afskipti Dana af framboðsmálum 1923 hafi staðið í sambandi við
baráttu þeirra fyrir að fá norska Verkamannaflokkinn rekinn úr samstarfi
norrænnar verkalýðshreyfingar - og raunar gerir hann mér upp þá skoðun
líka. Norski Verkamannaflokkurinn hafði verið útilokaður úr norrænu sam-
starfi þegar hann tók þá ákvörðun að ganga í Alþjóðasamband kommúnista
1919. Réttara er að segja að hvort tveggja hafi verið greinar af sama meiði,
þ.e.a.s. baráttu krata gegn kommúnistum, sem ber þó ekki að skilja svo að
kommúnistar hafi liðið eymdarlegt píslarvætti.
Ákvörðun Alþýðusambandsins 1926 um að ganga í Alþjóðasamband sós-
íaldemókrata er í Gullnu flugunni tengd hinni miklu skuldabyrði sem lá á
flokknum og von forystunnar um að Danir myndu beita sér fyrir söfnun inn-
an 2. Alþjóðasambandsins þegar Alþýðusambandið væri gengið í þann
rann. Á það er einnig bent að danskir sósíaldemókratar höfðu sett það sem
skilyrði fyrir aðstoð við aðra verkalýðsflokka að þeir væru með í Alþjóðasam-
bandinu. (Bls. 25-6) Hins vegar vill Gísli draga sem mest úr hugsanlegri
ihlutun Dana og hann staðhæfir að engin skilyrði hafi þurft til að fá Alþýðu-
sambandið inn í 2. Alþjóðasambandið. Jafnframt tekur hann uhdir þá skoð-
un að auknir möguleikar á fjárstyrkjum erlendis frá hafi verið meðal kosta
sem stjórn flokksins sá við það að ganga í Alþjóðasambandið. Erum við þá
ekki komnir að kjarna málsins? Flokkurinn er sokkinn í skuldafen sumarið