Saga - 1989, Side 176
174
RITFREGNIR
lagði fram fé til byggingar barnaskólahúss á Sauðárkróki. Það er og til marks
um framfarahug hans, að honum þótti sá ljóður á fræðslulögunum 1907, að
þar skyldu engin ákvæði vera um sundkennslu og tónlistarfræðslu. Hulda
birtir bréf, sem fóru á milli afa hennar og ömmu og foreldra hennar og veita
okkur innsýn í daglegt líf fólks á síðari hluta 19. aldar og horfna lífshætti.
Hulda unni mjög Guðrúnu, föðurömmu sinni, og fallega kemst hún að orði:
„Enn þann dag í dag sakna ég ömmu".(172) Móðurafi Huldu, Frímann
Ólafsson, var systursonur Skáld-Rósu og bjó að Helgavatni í Vatnsdal. Að
einum fjórða á Hulda ættir að rekja til frumbyggja Reykjavíkur því að móð-
uramma hennar, Jórunn Magnúsdóttir, var úr Þingholtunum. Hún var
Reykjavíkurdama alla tíð og átti ekki að öllu leyti samleið með fólkinu í
Vatnsdal en flutti með sér norður framandi búshluti og fatnað. Hún þótti af-
bragðsgóð tóvinnukona og varningur hennar eftirsóttur á Thorvaldsensbas-
ar í Reykjavík. Móðir Huldu fetaði í þeim efnum í fótspor hennar. Jórunn
fluttist einnig til foreldra Huldu að Möðruvöllum og var hjá þeim það sem
eftir var ævinnar.
Hulda fæddist á Möðruvöllum á nýársdag 1897 og var fjórum árum yngri
en bróðir hennar, Valtýr. Möðruvellir voru skólasetur og kirkjusetur í þjóð-
braut, þar voru rúm húsakynni, mannmargt heimili og mötuneyti skólapilta.
Greinir Hulda frá daglegu lífi á Möðruvöllum, en heimilið var svo nátengt
skólanum að erfitt er að greina þar á milli. Fögur náttúran mótaði hana og
alla ævi var hún afar næm fyrir íslenskri náttúrufegurð, „tók hnakk sinn og
hest" og átti þar yndisstundir. Enda þótt hún flyttist þaðan sjö ára gömul,
var hún þar á sumrin meira og minna til þrettán ára aldurs og var alla tíð
bundin fæðingarsveit sinni traustum böndum. Rekur hún í stórum dráttum
sögu þessa merka staðar. Langur þáttur er af föður Huldu, Stefáni Stefáns-
syni, og annar af móður hennar, Steinunni Frímannsdóttur, og koma margir
við þá sögu. Móðir hennar hafði hlotið betri menntun en bændadætur áttu
yfirleitt kost á, hafði m.a. dvalið á heimili dr. Jóns Þorkelssonar rektors í
Reykjavík „sér til menningar" og sótt námskeið í matreiðslu og saumaskap í
Kaupmannahöfn. Leysti hún húsmóðurstarfið á mannmörgu heimili svo af
hendi, „. . . að samboðið var ágætum hæfileikum og góðu uppeldi". (109)
Hulda vandist tóvinnu frá blautu barnsbeini því að á Möðruvöllum var hún
mikið stunduð og vel til vandað. Til marks um það er afar fróðlegur þáttur í
lok fyrsta bindis um ullarvinnu eins og hún var stunduð í sveitum fram um
miðja þessa öld. Þar er og þáttur af híbýlum í sveitum og nákvæm lýsing á
gömlu eldhúsunum, sem gefur lesanda innsýn í matargerð formæðranna og
hve erfitt og vandasamt verk þær unnu. Þessar frásagnir leiða hugann að
því, hve feikileg áhrif það hafði á störf kvenna, þegar eldavélin kom til sög-
unnar. Raunar má segja, að ýmsar tækninýjungar við eldhússtörf hafi valdið
þáttaskilum í sögu kvenna. Það má geta nærri, að störf húsfreyjunnar á
Möðruvöllum hafa verið umfangsmikil, einkum þegar þess er gætt, að Stefán
sat á þingi á annan áratug og því oft fjarri heimilinu. Hulda víkur víða að for-
eldrum sínum bæði á Möðruvöllum og eftir að þau flytjast með skólanum til
Akureyrar og faðir hennar verður kennari þar og síðar skólameistari. Mikil
ástúð einkennir öll skrif Huldu um föðurinn: „Oft var ég á verði, þegar hans