Saga - 1989, Side 177
RITFREGNIR
175
var von, vildi verða fyrst til að heilsa honum". (87) Steinunn, móðir hennar,
var mikil búkona og fagnaði öllum framförum í búskap. Sjálf lagði hún þar
sitt af mörkum því að álhrífugerð á Akureyri var stofnuð að hennar frum-
kvæði 1932. Hún lagði á ráð um skólagarðinn og sá um að gróðursetja tré í
garðinum, sem um langt skeið hefur sett svip á Akureyri.
Á námsárum sínum í Kaupmannahöfn var faðir hennar samtímis mörgum
frjálslyndum Islendingum og hreifst af nýjum straumum stjórnmála og
menningarmála. Þar hefur hann kynnst kvenfrelsismálum, sem fest höfðu
rætur í Danmörku, einkum fyrir áhrif bókar Johns Stuarts Mills, Kúgun kvenna,
sem Georg Brandes þýddi á dönsku sama ár og hún kom út (1869). Danskar
konur voru fljótar til og tveimur árum síðar stofnuðu þær til skipulagðra
samtaka, Dansk Kvindesamfund, og komu á fót blaðinu Kvinden og samfundet
1885. Blaðið sendi Stefán unnustu sinni, og gera verður ráð fyrir að hún hafi
lánað öðrum hér heima og kannske einhverjar farið að velta fyrir sér stöðu
sinni af þeim sökum. Stefán tók virkan þátt í félagsstarfi íslendinga í Kaup-
mannahöfn og átti frumkvæði að stofnun Náttúrugripasafns og Náttúru-
fraeðifélags Islands í Höfn vorið 1887. Hann hélt heim um haustið og gerðist
kennari við Möðruvallaskóla og hóf jafnframt búskap. Hann helgaði krafta
sina skólastarfi og vísindarannsóknum og lét sér fátt mannlegt óviðkom-
andi. Hann fékkst mikið við ritstörf, en þekktasta rit hans er Flóra íslands,
sem kom út 1901. Um hann hefur töluvert verið skrifað en fengur er að per-
sónulegum minningum dótturinnar um föðurinn, sem var henni „ímynd alls
hins besta".
Þá eru svipmyndir frá Reykjavík á níunda áratugi 19. aldar, sem byggðar
eru á bréfum til móður hennar frá Sigríði Jónsdóttur, konu dr. Jóns Þorkels-
sonar rektors. Veita þau innsýn í bæjarlífið á þeim árum og hvað helst þótti
fréttnæmt. Bréfunum fylgja ágætar skýringar.
Hulda fer um hlað á Möðruvöllum, lýsir húsaskipan og herbergja- og litast
um á hjáleigunum í næsta nágrenni. Hún skrifar af skilningi um kjör leigu-
liða, en gildandi lög um leigujarðir voru enn um langt skeið mjög óhagstæð
Jeiguliðum og hvöttu síst til jarðabóta. Lifandi lýsing er á Spónsgerðisfólk-
mu, sem átti hálfa kú og saumasnillingnum Margréti, sem fékk sent efni til
saumanna með óljósum skilaboðum um hæð og vaxtarlag fólks, sem hún
hafði aldrei augum litið. Skilaboðin voru iðulega eitthvað á þessa leið: „Með-
almaður á hæð, í þreknara lagi".(151) Hún eignaðist eina fyrstu saumavél-
ma, sem kom í sveitina, en líklega hafa fáar tækninýjungar haft meiri áhrif á
störf kvenna en einmitt saumavélin. Hulda víkur iðulega að klæðnaði fólks
°S nefnir hina svokölluðu altarisbúninga, sem voru kjólar með sérstöku sniði
Ur svörtu, rósóttu ullardamaski, skrautlegur silkiklútur var lagður yfir herð-
arnar og tekinn saman að framan með lítilli nælu. Rósótt svunta og rósóttur
s kikappi var notað við. Segist hún hvergi hafa séð slíkan búning notaðan
nema á Möðruvöllum.(145)
^Jargt er henni í fersku minni af skólahaldi á Möðruvöllum og sumt ljóslif-
®ndi. Minnst er á einu stúlkuna, sem sat í Möðruvallaskóla, Jórunni Jóns-
thir í Litlu-Brekku. Líklega hefur ekki verið gert ráð fyrir því að stúlkur
stunduðu þar nám, því að þegar skólameistari skrifaði yfirvöldum þegar líða