Saga - 1989, Side 178
176
RITFREGNIR
tók að prófi hvort hún mætti ekki taka próf eins og skólapiltar, var svarið
þvert nei. „Þetta atvik hefur oft fyllt mig heilagri vandlætingu, mér liggur við
að segja bræði, en svona var nú þröngsýnin hjá okkar steinrunnu yfirvöld-
um". (153) Jórunn lauk þó gagnfræðaprófi 1895 með góðum vitnisburði. Á
einum stað getur Hulda um þátttöku kvenna í félagslífi í Eyjafirði á æskuár-
um hennar. Um frétt af því, að stúlka væri komin í fyrstu stjórn ungmenna-
félagsins, segir hún: „Einhvern veginn hafði ég það á tilfinningunni, að kon-
ur ættu ekki upp á pallborðið í félagsmálum sveitarinnar. Þær þóttu tæpast
fullgildir meðlimir, hvað þá stjórnendur, og því kom mér þessi fregn á
óvart." (207) Þessi orð benda til þess, að eyfirskar konur hafi ekki farið að
dæmi þingeyskra, sem kröfðust aukins réttar þegar á níunda tugi 19. aldar
og áttu frumkvæði að skýlausum kröfum kvenna á Þingvallafundi 1888.
Þáttur er af framfaramanninum Danielsen smið á Skipalóni, sem háði
harða baráttu við sóðaskapinn og letina og Hulda heyrði margar sögur af í
æsku en hann var þá látinn fyrir mörgum árum. Margrét eldri í Spónsgerði
hafði verið vinnukona á Skipalóni og taldi sig jafnan hafa lært mikið í vist-
inni. Danielsen setti vinnukonunum fyrir visst verkefni á kvöldi. Þegar þær
höfðu skilað ákveðnum hespufjölda að kvöldi, þremur hespum af þræði eða
fjórum af ívafi, áttu þær að fá frí. Þó var bannað að „spila og gantast", þær
áttu að læra eitthvað nytsamlegt, t.d. dönsku. Þann kost valdi Margrét og
tókst að læra svo dönsku af eigin rammleik, að hún gat lesið hana sér til
gagns. (150) Og skemmtilegar eru margar sögurnar, sem hún segir af vinum
sínum og nágrönnum. Frásagnargáfa hennar nýtur sín í þættinum af Maríu
Flóventsdóttir á Krossastöðum, sem mælti hin fleygu orð: „Mér hefur nú allt-
af fundist eitthvað fínlegt við hann Jón minn".(169)
Meðal æskuvina Huldu voru Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum og Ólafur
Davíðsson. Hún birtir undur falleg bréf frá Ólafi, sem hann skrifaði henni
barni á Möðruvöllum, „. . . og enn ylja þau mér um hjartarætur".(181) Hann
var kennari á Möðruvöllum og kenndi Huldu að lesa og var hún yndi hans
og eftirlæti. Átti hún erfitt með að sætta sig við ótímabært fráfall hans. Við-
brigðin urðu því mikil þegar eftirmaður hans taldi nauðsynlegt að dangla í
nemendurna. Segir Hulda, að það hafi verið „. . . mikilsverður þáttur í
kennslustarfi á þeirri tíð ef eitthvað bar út af, að slá með reglustiku eða öðru
slíku á fingurgóma". (188) Það sýnir hug Ólafs til Huldu, að hann arfleiddi
hana að öllu jurtasafni sínu og þjóðsagnasafni. (186)
Eitt er það, sem einkennir æviminningarnar öðru fremur. Það er, hve góð
skil hún gerir vinnukonunum, sem jafnan liggja óbættar hjá garði í frásögn-
um af fyrri tíð. Þær voru þó langstærsti hópur launavinnandi kvenna hér á
landi langt fram á þessa öld. Þær skipa líka sinn sess í myndefni minning-
anna. Þess sér stað, að hér er saga sögð frá sjónarhorni konu. Stúlkurnar,
sem störfuðu á Möðruvöllum, þær Óla, Ella og Stína ráðskona, Margrét í
Spónsgerði, María á Krossastöðum og margar fleiri, sem komu mjólk í mat
og ull í fat, standa okkur ljóslifandi fyrir hugskotssjónum. Víkur hún víða að
hinum traustu stoðum, sem hún nefnir „vökukonur heimilanna". Einkenn-
ist frásögn Huldu af mannlegri hlýju og nærgætni. Við sjáum þær fyrir okkur
á messudögum, þegar þær „. . . greiddu sér og litu í lítinn spegil, sem hékk