Saga - 1989, Blaðsíða 180
178
RITFREGNIR
í fyrsta bekk haustið 1909 ein fimm stúíkna og 27 pilta. Var hún yngst en elsti
nemandinn 25 ára. Hún lauk gagnfræðaprófi 1912. Hugur hennar stóð til
frekara náms eins og hún víkur að tvívegis. En eins og nærri má geta hefur
menntun hennar þótt kappnóg á þeim tímum. Félagslíf var talsvert í Gagn-
fræðaskólanum, og „. . . helsti munaðurinn, sem skólapiltar gátu veitt sér,
var brjóstsykur, sem þeir höfðu í jakkavasanum og miðluðu svo uppáhalds-
dömunni sinni, meðan dansað var".(81-82) Samtímis Huldu í skólanum var
skáldið Tryggvi Svörfuður, sem hún bregður upp einkar hugljúfri mynd af.
Hulda fermdist haustið 1912. Fermingunni var frestað þar til skólagöngu
hennar lauk, en fáar stúlkur af hennar samtíð munu hafa átt kost á betri
menntun fyrir ferminguna en hún. Fermingin var stórviðburður í lífi barna á
þeim tímum eins og fjöldamargar ævisögur eru til marks um. Komust börnin
þar með í fullorðinna manna tölu. Hulda er þar engin undantekning, henni
fannst þetta merkisatburður enda þótt veikindi föður hennar hafi varpað þar
skugga á.
Þjóðskáldið séra Matthías Jochumsson var tíður gestur í skólanum enda
góður vinur foreldra Huldu. Bregður Hulda upp af honum ljóslifandi mynd.
Hún þekkti hann frá barnæsku á Möðruvöllum þar sem haldin voru eins
konar skáldaþing þar sem hittust Guðmundur á Sandi, séra Matthías, Páll
Árdal og Ólöf frá Hlöðum.
Ræktarsemi við upprunann var eðli hennar og hún ræktaði vel stóran og
sterkan frændgarð sinn. Hún fór í ferðalög til frændfólksins á Veðramóti þar
sem Þorbjörg föðursystir hennar bjó, og hún fór vestur í Vigur þar sem séra
Sigurður föðurbróðir hennar bjó.
Tvívegis hélt Hulda til Danmerkur að afla sér frekari menntunar. Fyrri
ferðina fór hún, þegar fyrri heimsstyrjöldin var í algleymingi. Hún var eina
konan um borð í Goðafossi, en farþegar flestir útgerðarmenn og síldarkaup-
menn. í Kaupmannahöfn var hún á heimili ævivinar föður síns, dr. Valtýs
Guðmundssonar, fékk inni á tónlistarskóla og stundaði enskunám í kvöld-
skóla. Valtýr bróðir hennar stundaði um þær mundir nám við Landbúnaðar-
háskólann og Kristín Jónsdóttir unnusta hans lærði á Listaháskólanum.
Hulda var þarna samtímis mörgum þekktum íslendingum, s.s. Davíð Stef-
ánssyni og Mugg. Skotið var saman í harmóniku sem Hulda spilaði á fyrir
dansinum, þegar unga fólkið kom saman. Skáldið frá Fagraskógi var
æskuvinur Huldu og er víða nefndur. Það er fengur að eiginhandarriti
Davíðs að kvæðinu „Til huldukonunnar", sem hann sendi henni eitt sinn og
birt er í bókinni. í lok annars bindis rifjar Hulda upp kynni af æskuvininum.
Bregður hún þar upp myndum af samverustundum þeirra á eindæma eftir-
minnilegan hátt.
Hulda fór í Húsmæðraskólann í Vordingborg um sumarið og sneri aftur til
Kaupmannahafnar um haustið og tók til við píanónámið á ný. Fróðlegur
þáttur er af heimili dr. Valtýs og ráðskonu hans fröken Dalsgaard, sem var
afbragðskokkur. Margir frammámenn og stúdentar Iögðu leið sína á heimilið
að hitta dr. Valtý, en einnig til að komast að matborði ráðskonunnar. Dr.
Valtýr var hættur stjórnmálaafskiptum, þegar hér var komið sögu en stund-
aði kennslu við háskólann og fékkst við ritstörf. Hulda segir frá Björgu Þor-