Saga - 1989, Side 181
RITFREGNIR
179
láksdóttur og Sigfúsi Blöndal, sem áttu heima í næstu íbúð og hafa einmitt
um þær mundir verið að leggja síðustu hönd á orðabókina. Maður sér bein-
línis fyrir sér svipinn á Björgu við þá „dauflegu skemmtun", þegar Sigfús tók
fram gítarinn og spilaði og söng! (168)
Hulda hélt heim vorið 1917. Hún hélt öðru sinni til Hafnar um nýár 1920
°8 dvaldi þar við nám í píanóleik og skrifstofustörf til vors árið eftir. Þá koma
við sögu íslenskar stúlkur, sem þangað komu til náms í saumaskap og hann-
yrðum, en tvær íslenskar stúlkur fengu árlega fría skólavist í Listiðnaðar-
skólanum og frítt húsnæði.
Ólöf Sigurðardóttir frá Hlöðum var náin vinkona Huldu enda þótt á þeim
v®ri um þrjátíu ára aldursmunur. Þátturinn af Ólöfu er afar vel gerður og
skemmtilegur og birt eru áður óbirt ljóð eftir hana. Hún stendur okkur ljós-
lifandi fyrir hugskotssjónum í „hljómleikaferðunum", dragandi á eftir sér
sleða með grammófóninum sínum, sem hún bar svo í baðstofu og fór að
spila! „Hún kunni vissulega að elska, en hún hataði líka, ef svo bar undir."
(186) Skemmtileg er frásögnin af ferðinni sem Hulda fór með Ólöfu sumarið
1914 til Reykjavíkur, þegar reykvískar konur buðu henni til höfuðstaðarins í
viðurkenningarskyni fyrir skáldskap og kvenfrelsishugmyndir. (190-91) Um
þaer mundir voru höfuðstaðarkonur að heyja Iokabaráttuna fyrir kosninga-
retti og kjörgengi til alþingis og áttu að baki áratuga ötult og árangursríkt
starf við að afla konum réttinda.
Þegar Hulda kom heim sumarið 1921 áttu íslenskar stúlkur ekki margra
kosta völ í atvinnumálum. Fram að þeim tíma var í raun um tvennt að velja,
að verða vinnukona eða gifta sig. Örfáar stúlkur höfðu lokið stúdentsprófi,
tvær embættisprófi en þó nokkrar kennaraprófi og kvennaskólaprófi og
stunduðu kennslu. Þá voru stúlkur að byrja að hasla sér völl við verslunar-
°8 skrifstofustörf. Huldu bauðst kennarastaða við Gagnfræðaskólann á
Akureyri og stundaði hún þar kennslu næstu tvö árin auk þess sem hún
Kenndi á píanó. Með þessum hætti gat hún verið með móður sinni, sem hún
vildi ekki yfirgefa. Með kennslunni fetaði hún í fótspor föður síns, sem þá
var nýlátinn og nýr skólameistari, Sigurður Guðmundsson, tekinn við. Flutt-
nst þær mæðgur úr skólanum við þau umskipti Huldu féll kennslan vel og
Slgurður skólameistari sagði: „Kippir henni í kynið um kennarahæfileika
góða . (228) Meðal samkennara hennar var skáldið frá Fagraskógi, sem
^nndi sögu. Greinir hún frá nemendum sínum á hlýlegan hátt með
* emmtilegum ummælum. Það sýnir tryggð hennar við skólann, að 1930
aus hún heldur að taka þátt í hátíðahöldum vegna 50 ára afmælis Möðru-
vallaskóla en að fara á alþingishátíðina á Þingvöllum. Þá voru tvö ár liðin frá
Pvi að skólinn var gerður að menntaskóla og brautskráði fyrstu stúdentana.
8 hún lifði með skólanum og heillaði enn á 100 ára afmæli hans.
orið 1923 urðu þáttaskil í lífi Huldu. Hún sagði lausu starfi sínu við skól-
anu °8 Auttist búferlum úr Eyjafirði og gerðist húsfreyja í Húnaþingi.
nðja bindi æviminninganna, Húsfreyja í Húnaþingi, hefst þegar Hulda
yst að Þingeyrum í Austur-Húnavatnssýslu og giftist Jóni S. Pálmasyni
; j?. Þar °8 búnaðarfrömuði. Vettvangur þriðja bindis er því búskaparárin
únavatnssýslu, enda þótt höfundur reki ekki söguna frá ári til árs. Hún