Saga - 1989, Síða 184
182
RITFREGNIR
sér nýjungar í kennsluháttum nágrannaþjóðanna og afla sér kennslutækja.
Líklega mun Kvennafræðarinn lengst halda nafni Elínar á lofti, en á því er
enginn vafi, að útkoma hans 1889 var merkisviðburður. Það er til marks um
vinsældir bókarinnar, að hún seldist upp á fyrsta ári og var gefin út í fjórða
sinn 1911. Dr. Anna Sigurðardóttir telur að boðberar hreinlætis, sem fram
komu á síðustu áratugum 19. aldar, hafi verið bækur Jónasar Jónassens land-
læknis, kvennaskólarnir, kvennablöðin tvö og Kvennafræðarinn og fátt hafi
stuðlað meir að því að draga úr ungbarnadauðanum hér á landi. Hulda
bendir á, að um þær mundir sem Elín hvarf frá skólanum, stofnaði hún í
Reykjavík fyrsta húsmæðraskóla á íslandi 1897 og fékk í lið með sér Hólm-
fríði Gísladóttur. Elín hvarf aftur norður og var alls fjórum sinnum skóla-
stjóri Kvennaskólans. Skömmu eftir aldamót fluttist skólinn til Blönduóss og
var þá orðinn þriggja vetra skóli. Þáttaskil urðu á þriðja áratugnum og hon-
um var breytt í eins árs húsmæðraskóla með heimavist og húsmæðrafræðslu
sem aðalgrein auk handavinnu og vefnaðar. í nýrri reglugerð Kvennaskól-
ans á Blönduósi var reynt að sameina í námsskrá allt, „sem góðri húsmóður
kæmi að gagni, þegar hún stofnaði heimili, sem hún bæri ábyrgð á".(38) Um
þær mundir hófust afskipti Huldu af skólanum. Höfundur greinir frá því, að
Kvennaskólinn á Blönduósi hafi orðið fyrstur til að móta í aðalatriðum hús-
mæðrafræðsluna í landinu. Síðan gerðist það, eftir að húsmæðraskólar
spruttu upp hver af öðrum um allt land, að þeir voru svo vel sóttir, að dæmi
voru um að tugir væru á biðlista á vorin. Þegar hér var komið sögu höfðu
húsmæðraskólar verið starfandi um áratuga skeið í nágrannalöndum okkar.
Hulda réðst forstöðukona Kvennaskólans á Blönduósi haustið 1932. „Þeg-
ar þetta var, þekktist naumast, að konur ynnu utan heimilis. Ungar stúlkur
í kaupstöðum réðust í vistir; einstaka fékk vinnu við símavörslu eða af-
greiðslu í búðum. Húsmæður hugsuðu um sín heimili. í þorpum og þar sem
útgerð var skruppu þær dag og dag í síld eða fiskvinnu að sumrinu, en að
yfirgefa heimili sín og láta allt reka þar á reiðanum þótti allt að því óguðlegt".
(41-42) Þegar slík viðhorf eru höfð í huga þarf ekki að draga í efa, að ákvörð-
un Huldu hafi verið erfið. En kreppuárin voru bóndanum á Þingeyrum þung
í skauti svo skömmu eftir brunann og þar við bættist, að mæðiveikin varð
ekki stöðvuð. Helstu hlunnindi jarðarinnar, laxveiðin, nýttust ekki og
greiðasemi bóndans var ekki skorin við nögl. Svo fór, að þau urðu að selja
jörðina, en tóku hana á leigu með öllum réttindum nema hvað laxveiðin var
tekin undan. Hugsunin um að leggja sitt af mörkum til að afla heimilinu
tekna hefur ýtt undir, að hún fór þarna ótroðnar slóðir og hóf áratuga skóla-
stjórastarf sitt. Hún fór að heiman að loknum haustverkum og fól góðri ráðs-
konu stjórn heimilisins. Fróðlegur þáttur er af kennsluháttum, framkvæmd-
um og félagslífi í skólanum, sem Hulda veitti forstöðu að þessu sinni í fimm
ár.
Þess er hér að geta, að skólaganga stúlkna fram á fimmta og sjötta áratug-
inn hélst í hendur við ríkjandi hugmyndafræði. Hún var sú, að hjónaband
og móðurhlutverk væri framtíðarstarfið og launuð atvinna var því talin
brotalöm á þeirri ímynd. 1 samræmi við þau viðhorf voru sett lög um hús-
mæðrafræðslu í sveitum á fjórða áratugi aldarinnar og samkvæmt þeim átti