Saga - 1989, Page 186
184
RITFREGNIR
víða í bókunum víkur hún að því hve mikilvægt sé að varðveita minjar okkar
og sögu. Það var áhugamál Sambands austur-húnvetnskra kvenna, að
byggðasafn sýslunnar yrði á Þingeyrum. Hulda beitti sér af alhug í því máli.
Þegar það fór á annan veg og Húnavatnssýslur sameinuðust Strandasýslu
um Byggðasafnið á Reykjum olli það henni vonbrigðum. Henni fannst þó
sjálfsagt að hlynna að því eftir föngum. Hún beitti sér í baráttu sömu sam-
taka fyrir því að koma upp Heimilisiðnaðarsafninu við Kvennaskólann á
Blönduósi. Hún bendir á, hve mikill fengur það sé fyrir sýsluna og skólann
að hafa í sinni vörslu muni, sem minna á vinnubrögð liðinna alda, tóvinnu-
áhöld og gömul heimilistæki, sem gömlu húsfreyjurnar notuðu við störf sín.
Það koma margir við sögu í minningabókum Huldu eins og skrá hátt á
þriðja þúsund mannanafna í lok fjórða bindis er til marks um. Þar er einnig
skrá yfir staðanöfn. Frágangur bókanna er góður og prentvillur fáar. Páll
Líndal sá um efnislega ráðgjöf, Steindór Steindórsson las yfir handrit og
Hjörtur Pálsson bjó til prentunar. Kápur eru afar smekklegar, fyrsta og ann-
að bindi prýða málverk af Huldu um tvítugsaldur eftir Kristínu Jónsdóttur,
og kápumynd þriðja og fjórða bindis er af höfundi eftir Brian Pilkington.
Ágætt myndefni glæðir frásögnina lífi.
Það er fengur að minningum Huldu Á. Stefánsdóttur vegna þess að þær
eru í senn merkt framlag til sögu kvenna og verkmenningar heimilanna og
menningarsaga samtíðar hennar skrifuð á fögru máli af konu, sem kunni þá
list að segja frá.
Sigríður Th. Erlendsdóttir
Björn Th. Björnsson: MINNINGARMÖRK I HÓLA-
VALLAGARÐI. Mál og menning. Reykjavík 1988. 278 bls.
Myndir, nafnaskrá og heimildaskrá.
1 þjóðsögum Jóns Ámasonar segir, að í munnmælasögum sé þess getið, „að
hinir dauðu gangi allir úr gröfum sínum á nýársnótt," og er það kallað, að
„kirkjugarður rísi". Hinir framliðnu koma þá upp í líkblæjunum, ganga inn
í kirkju, halda þar messugjörð og hverfa síðan. Meðan hinir dauðu em á reiki
ofan jarðar, eru grafir þeirra opnar . . .".
Þótt með öðrum hætti væri, má þó segja, að hinn gamli kirkjugarður Reyk-
víkinga við Suðurgötu hafi risið á jólaföstunni 1988. Þá komu út tvær athygl-
isverðar bækur um þennan merka kirkjugarð - ég vil segja merkasta kirkju-
garð landsins. Önnur er eftir Úlf Friðriksson, lítil bók og íburðarlaus, sem ég
hef gert lítillega skil á öðmm vettvangi. Hin er glæsirit Bjöms Th. Bjömsson-
ar, Minningarmörk í Hólavallagarði, sem hér verður nokkuð greint frá.
Hingað til hafa þessum kirkjugarði ekki verið gerð skil í fræðiritum svo að
ég viti til. Var sannarlega kominn tími til þess. í garðinum hefur hlotið leg-
stað mikill hluti þeirra kvenna og karla, sem sett hafa svip á þjóðlíf íslend-
inga síðastliðin 150 ár. Þetta hefur mörgum verið ljóst, en ég ætla að fáir hafi