Saga - 1989, Page 187
RITFREGNIR
185
fram að þessu gert sér þess grein, að þarna er að finna merkasta safn minn-
ingarmarka, sem til er í landinu, hingað til lítt þekktan þátt í listasögu þjóð-
arinnar. Ekki má heldur gleyma því, sem ég varð ekki var, að gerð væru sér-
stök skil í bókinni, að hér er um að ræða einn elsta, stærsta og fjölbreytileg-
asta trjágarð í Reykjavík.
Björn Th. Björnsson er fyrir löngu þjóðkunnur fyrir ritstörf sín. Hann hef-
ur um áratugi miðlað okkur af þekkingu sinni á myndlist og gert það með
þeim hætti, að minnisstætt er. Hann ritar rismikinn, skrautlegan og
skemmtilegan stíl. Bókin, sem hér um ræðir, ber þess skýr merki. Það getur
engan veginn verið auðvelt að gera þeim mikla fróðleik, sem þarna er þjapp-
að saman, skil með svo læsilegum hætti, sem Birni hefur tekist. Það ber líka
að hafa í huga, að kirkjugarður hlýtur í eðli sínu að vera heldur dapurlegt
viðfangsefni, en höfundi tekst með ýmiss konar skemmtilegheitum í bland
að gera viðfangsefninu skil, þannig að úr verður áhugaverður og ánægjuleg-
ur lestur.
Gamli kirkjugarðurinn á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis dugði Reyk-
víkingum og næstu nágrönnum þeirra frá árdegi íslenskar kristni fram á 19.
öld. Að vísu var orðið þar æði þröngbýlt, er 19. öldin gekk í garð. Varla verð-
ur talið, að menn hafi sýnt þessum garði mikla ræktarsemi á þeirri tíð. Það
hefur varla verið að ástæðulausu, að Rasmus Frydensberg, fyrsti bæjarfógeti í
Reykjavík, birti opinberlega bann við því árið 1807, að aska, mókögglar og
önnur óhreinindi væru borin í kirkjugarðinn. Þetta bann tók einnig til
Austurvallar, sem virðist líka hafa verið eins konar sorphaugur.
Árið 1829 tók L.A. Krieger við embætti stiftamtmanns hér á landi. Hafa fáir
hinna dönsku embættismanna, sem hér hafa starfað, hlotið hagstæðari
vitnisburð landsmanna en hann. Krieger hafði mikinn áhuga á ýmsum fram-
faramálum í Reykjavík, eins og Björn rekur. Því hefði mátt bæta við, að telja
má nokkuð öruggt, að Krieger hafi átt frumkvæði að því, að bæjarstjórn var
stofnuð í Reykjavík árið 1836. Held ég, að of mikið hafi verið gert úr hlut
Stefáns Gunnlaugssonar land- og bæjarfógeta í því máli.
En Krieger lét sér ekki aðeins annt um hagsmunamál lifenda. Honum var
Ijós nauðsyn þess, að bæjarmönnum í Reykjavík yrði fengin brúkleg vistar-
vera, er líkamsvist lyki. Þrengslin í kirkjugarðinum, sem áður getur, voru,
Þegar hér var komið, orðin slík, að óviðunandi var með öllu. Kneger tók því
Þegar í upphafi embættisferils síns að beita sér fyrir því, að undirbúinn yrði
nýr kirkjugarður ellegar þá, að sá, sem fyrir var, yrði stækkaður. En nú var
við ramman reip að draga. Fátækt og framtaksleysi einkenndu bæjarbrag.
^egar bryddað var upp á einhverju, sem til framfara horfði og eitthvað kost-
aði, næstum sama hve lítið var, snerust ráðamenn og hinir efnaðri bæjarbúar
öndverðir á móti, töldu öll tormerki á, að nokkuð væri hægt að gera.
Kneger taldi, að heppilegast mundi að gera nýjan kirkjugarð og ætla hon-
Urn stað á Melunum sunnan við Melshús, en þau stóðu, þar sem nú er nyrsti
Eluti kirkjugarðsins, á svæðinu sunnan við Kirkjugarðsstíg. Kneger hvarf af
andi brott árið 1837 og skömmu síðar úr þessum heimi. En um þær mundir
hafist handa um framkvæmdir við kirkjugarð og á þeim stað, sem
^rieger hafði haft í huga og Tómas Sæmundsson bent á í Fjölni 1835.