Saga - 1989, Qupperneq 193
RITFREGNIR
191
frá nöfnum nokkurra nafnkenndra manna, er ekki alltaf farið rétt með.
Annie (Annanía) Helgason var t.d. ritari í bæjarþingi Reykjavíkur og hjá
embætti borgardómara, en hún var ekki borgarritari, sem er formlegt heiti
embættis hjá Reykjavíkurborg. Mjög erfitt er að samræma starfsheiti manna,
enda hefur það ekki tekist að öllu leyti. Stafsetning nafna er yfirleitt mjög
nákvæm, en þó bregður út af. Ritað er Ágústa Svendsen, en hún hét
Augusta Svendsen og Guðmundur Björnson landlæknir ritaði föðurnafn sitt,
sem líka var löggilt ættarnafn svo, en ekki Björnsson.
Nokkrar prentvillur rakst ég á, en ekki tók ég eftir neinni meinlegri, nema
þeirri sem tilgreinir rangt dánarár Sigurðar Breiðfjörðs eins og áður er nefnt.
Sérstakur texti er ekki við hinar mörgu og ágætu myndir, sem prýða bók-
lna, heldur verður að leita í texta á hlutaðeigandi opnu. Þetta er ekki til þæg-
inda fyrir lesendur.
Þótt ég hafi í þessu skrifi vakið athygli á nokkrum atriðum, sem ég tel rétt
aö hefðu verið athuguð dálítið betur, þá haggar það ekki því, að þetta er
baeði fróðleg og skemmtileg bók, enda man ég ekki betur en hún hafi hlotið
lof ýmissa kunnáttumanna og meira að segja verðlaun.
Ljósmyndir mjög margar og góðar eru í bókinni til prýði og upplýsingar,
emnig uppdráttur af kirkjugarðinum. Ytri frágangur, pappír, prentun og
bókband er allt til mikillar prýði.
Þegar bókinni Minningarmörk í Hólavallagarði er flett, sannfærast menn um,
að hér er um mikið eljuverk að ræða. Þetta er að ég ætla fyrsta verk sinnar
tegundar, sem út hefur komið hér á Iandi. Það er merkilegt framlag til sögu
Reykjavíkur og ekki síst merkilegt frá sjónarmiði listasögu og skyldra fræða.
Ritsnilld höfundar nýtur sín mjög vel, hvort sem um er að ræða stór-
skernmtilegar frásagnir af mönnum og atburðum, sem tengjast garðinum,
þótt stundum sé á útjaðri efnis, eða greint er frá sorg og söknuði, enda má
grema mannlegan harmleik við nánast hvert fótmál í garðinum.
Páll Líndal
Bragi Guðmundsson og Gunnar Karlsson: UPPRUNI
NÚTÍMANS. Kennslubók í íslandssögu eftir 1830. Mál og
menning. Reykjavík 1988. 373 bls. Myndir, skrár.
síðasta ári kom út hjá Máli og menningu ný kennslubók í íslenskri nútíma-
a°gu, Uppruni nútímans eftir Braga Guðmundsson menntaskólakennara á
Kureyri og Gunnar Karlsson prófessor. Um margt markar þessi bók þátta-
11 sögukennslu í framhaldsskólum og skal hér á eftir gerð stuttlega grein
' 1'vernlg þau þáttaskil horfa við mér. En fyrst nokkur almenn atriði.
egar sett er saman kennslubók í sögu hljóta að vakna óteljandi spurning-
að ^ ^elm sem sl'kt verk takast á hendur. Um sagnfræðina hefur verið sagt
þ'90 sem framar öðru einkennir hana sé víðfeðmi hennar og það hversu
1 angsefnin eru fjölbreytt. Eflaust er nokkuð til í þessu og fullvíst að