Saga - 1989, Page 196
194
RITFREGNIR
ar. Hvað er hægt að ganga langt í fjölbreytni í kennslubók eins og Uppruni
nútímansl Um skólapilt sem var svo lánsamur að læra til stúdents í sama
skóla og við Bragi Guðmundsson var sagt að hann gæti eitthvað í öllu en þó
ekki neitt í neinu. Svipaðar umsagnir hafa aðrir sjálfsagt fengið bæði fyrr og
síðar. Það er stöðugt umhugsunarefni hvernig forða má því að söguskilning-
ur og þekking íslenskra framhaldsskólanema fái sama stimpil.
Björn Vigfússon
Bríet Héðinsdóttir: STRÁ í HREIÐRIÐ. BÓK UM BRÍETI
BJARNHÉÐINSDÓTTUR BYGGÐ Á BRÉFUM HENNAR.
Svart á hvítu. Reykjavík 1988. 352 bls. Myndir, heimilda-
skrá og nafnaskrá.
I
Bókin um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur (1856-1940) er óvenjuleg bók - í senn
ævisaga baráttukonu og heimildarrit um ýmsa þætti Reykjavíkurlífsins á
öndverðri 20. öldinni. Bókin segir frá lífi Bríetar frá æsku til elliára og er að
mestu byggð á einkabréfum. Kjarni bókarinnar eru bréf Bríetar og bama
hennar, Laufeyjar og Héðins, meðan þau dvöldust við nám í Kaupmanna-
höfn á árunum 1910-17. Þá er Bríet ekkja á sextugsaldri og á kafi í pólitík.
Fyrstu tveir áratugir aldarinnar, sem mest er sagt frá í bókinni, eru sá tími
þegar Bríet sinnti af öllum kröftum aðaláhugamáli sínu - jafnrétti kvenna og
karla til náms og embætta, og kosningarétti og kjörgengi kvenna. Árangur-
inn af baráttunni var hennar „strá í hreiðrið".
Tilviljun réð því að Bríeti Héðinsdóttur, sonardóttur Bríetar Bjarnhéðins-
dóttur, bárust býsnin öll af bréfum í hendur fyrir nokkmm ámm. Þar voru
bréf skrifuð af Bríeti, börnum hennar og manni, ásamt með öðmm vinum og
ættingjum, auk ýmissa handrita Bríetar að fyrirlestmm og ræðum. Sjálf segir
Bríet yngri sem bókina skrifar þetta um bréfin:
Það var fyrst og fremst hversdagsleiki bréfanna sem hafði vakið for-
vitni mína. Þau báru mér andblæ liðins tíma og hugsunarháttar,
hugmynd um hversdagsamstur sem nú var ýmist orðið skringilegt
eða átakanlegt, framandlegt eða jafnvel óskiljanlegt. . . . En við lest-
ur bréfanna hafði ég orðið einhvers vísari sem mér fannst skipta
máli. Og fór að langa til að deila með öðmm. Hvorki staðreyndum
sem tilheyra almennri sagnfræði, og þó einkum þeirri sögu íslenskra
kvenna sem enn er órituð og þörf er á, né heldur ævisögu kvenrétt-
indakonu. Til slíkra skrifa þarf menntað fólk sem kann til verka-
Samt varð úr að ég birti eitthvað af því sem kom upp úr skjóðunni-
(12)
Áherslan í bókinni hvílir samt sem áður á kvenréttindakonunni Bríeti og
hvemig hún tók þátt í að vinna að auknum réttindum kvenna í þjóðfélaginu.