Saga - 1989, Page 197
RITFREGNIR
195
Samband mæðgnanna Bríetar og Laufeyjar skipar einnig stórt rúm í bókinni
°g voru bréfaskipti þeirra tíð. í bréfunum kemur margt fram auk persónu-
legra þanka þeirra. Liggur beint við á þessum vettvangi að gefa þeim þætti í
bréfaskrifunum sérstakan gaum, því í bréfum þessum er minnst á fjölmargt
úr daglegu lífi og þjóðmálum sem vekur forvitni sagnfræðinga.
Uppbygging bókarinnar og kaflaskipting byggist á ævi Bríetar frá vöggu til
grafar. Kaflamir em vel aðgreindir eftir tímabilum í ævi Bríetar. Sá fyrsti
fjallar um æskuárin og þann tíma sem hún var sjálfs sín. Sá næsti snýst mest
um Valdimar, eiginmann hennar. Þriðji kaflinn er um hjónabandsár þeirra,
en þau urðu ekki mörg því Valdimar féll frá á besta aldri. Síðan taka við
utargir kaflar um athafnaár Bríetar og sá fyrsti fjallar um viðhorfsbreytingu
hennar þegar hún varð kvennapólitísk. Síðasti hluti bókarinnar fjallar um
ömmuárin.
Frágangur bókarinnar er með ágætum og prófarkalestur góður. F>ó nokkr-
ar myndir prýða bókina. Þar er Bríet á ýmsum aldri ásamt börnum sínum og
ntanni og skemmtilegt er að fylgjast með fjölskyldunni, eftir því sem líður á
bókina og ævi þeirra. Meðal þeirra eru sjaldséðar myndir af Bríeti, m.a. úr
erlendum blöðum. Þama eru líka myndir af helstu stuðningsmönnum kosn-
'ngaréttarmálsins hérlendis, sem og af erlendum kvenréttindakonum sem
bríet átti bréfaskipti við.
Hið mikla fjölskyldusafn bréfa sem var í bréfaskjóðunni nær í heild yfir um
?0 ára tímabil. Megnið af þeim em bréfaskipti Bríetar og barna hennar á
háskólaárum þeirra, en þar kennir líka margra annarra grasa. Að sögn
höfundar em bréfin afar misjöfn að frágangi og gæðum. Sum em löng og
onnur stutt, stundum em samfellur í bréfaskiptunum, en stundum vantar
nréf f röðina auk þess sem stundum vantar í bréfin sjálf. Hér er því um ósam-
st®tt efni að ræða, bréf frá mörgum bréfriturum og frá ýmsum tímum. Bríet
Héðinsdóttir lýsir frágangi bréfanna svo:
Stefnt hefur verið að því að gera bútana sem aðgengilegasta aflestrar;
fellt er úr bréfum eftir þörfum án þess að getið sé og stundum verður
ekki séð hvort klausur em teknar hver úr sínu eða úr sama bréfi.
(332)
ar sem verið er að skrifa ævisögu byggða á bréfum, en ekki verið að búa
réfabók til prentunar, er ekkert við það að athuga þótt fellt sé úr bréfum eftir
Porfum. Dagsetninga er einnig getið við flest bréfin. Það hefði þó verið betra
aó fylgja því formi í allri bókinni. Það hefði tímasett betur atburðina sem ver-
er að tala um, og hægara yrði um vik fyrir þá sem ef til vill vildu finna
rumbréfin að sjá hvað þar stæði til viðbótar því sem prentað er. Vegna þessa
etði verið betra að blanda heldur ekki saman bréfunum og styttingar hefði
Verið hægt að sýna með úrfellingarmerkjum. En eins og þau em prentuð lít-
ór oftast út fyrir að um heil bréf sé að ræða. Stöku sinnum lætur höfundur þó
v 8)a athugasemd um þetta, oftast þegar bréfin em óstytt með öllu eða mik-
ið stytt.
Höfundur leiðréttir pennaglöp og færir stafsetningu og greinarmerkjasetn-