Saga - 1989, Page 200
198
RITFREGNIR
óhugsandi. Eftir lestur bókarinnar virðist lesanda að daglegt líf Bríetar hafi
verið haft að leiðarljósi við val á bréfunum, og þar með talin skrif sem tengj-
ast aðaláhugamáli Brétar - rétti kvenna til skólagöngu og embætta, atkvæðis-
rétti þeirra og kjörgengi. Er því afar stutt í að kalla megi bókina ævisögu
kvenréttindakonu, þótt höfundur segi að slíkt hafi ekki verið ætlunin. Efnis-
tök og vangaveltur höfundar sýna að hugmyndum Bríetar um kvenréttindi
er gert hátt undir höfði í bókinni. Þarna gefst því kærkomið tækifæri til að
rannsaka hugmyndir þessarar miklu forystukonu til nokkurrar hlítar. Bréfin
eru mikilvægt heimildaefni til viðbótar því sem Bríet hefur sjálf látið á þrykk
út ganga.
Ekki er laust við að mér finnist Bríet yngri stundum oftúlka jafnréttisyfir-
lýsingar Bríetar eldri. Nefnir hún t. d. á einum stað (65-67) að tvískinnungs
gæti milli húsmóðurinnar og kvenréttindakonunnar. Bríet sé húsmóðir og
sinni húsmóðurstörfunum sjálf og komi ekki í hug að bjóða manni sínum
eða syni upp á að taka þátt í þeim. Spyr hún síðan hvort Bríet hafi gleymt
gömlum orðum sínum úr fyrstu blaðagreininni frá 1885 þar sem hún segir:
Nei, konan er sköpuð til þess að gegna sömu skyldum og njóta sömu
rjettinda og karlmaðurinn, að svo miklu leyti sem hæfilegleikar
hennar og vilji leyfa.2
Finnst mér að það geti verið oftúlkun á orðum Bríetar að gera ráð fyrir að hún
sjái fyrir sér að hún hætti að vera húsmóðir. Enda sést það ef gaumur er gef-
inn skoðunum hennar um lengri tíma, að hún gengur ávallt út frá því að
karlar og konur hafi almennt sinn starfsvettvanginn hvort, þótt konan eigi að
geta farið inn á hefðbundin svið karla að svo miklu leyti sem hæfileikar hennar og
vilji leyfa.
Strax á unga aldri varð Bríet áþreifanlega vör við stöðu sína sem systir
bróður síns, sem vinnukona meðal vinnumanna, sem ung kona sem fýsti að
ganga menntaveginn og síðast en ekki síst sem kennslukona með lægri laun
og lengri vinnutíma en starfsfélagar hennar af karlkyni. Sveið henni greini-
lega þessi mismunun. Þegar Bríet var að nálgast þrítugt birti hún áður-
nefnda grein í Fjallkonunni um menntun og réttindi kvenna. Er það fyrsta
grein hennar, og auk þess hið fyrsta sem íslensk kona birti á prenti. Hin
ívitnuðu orð hennar þar um sömu skyldur og réttindi karla og kvenna verður
að skoða í samhengi við greinina í heild. Þar er hún að krefjast þess að
menntun standi konum opin, annars vegar fyrir giftar konur sem þá geti
sinnt húsmóðurstarfi si'nu og barnauppeldi betur og hins vegar fyrir ógiftar
konur sem þá eigi greiðari leið út á vinnumarkaðinn.3 Hún hafnar því síður
en svo að heimilið sé að stórum hluta starfsvettvangur kvenna.
Árið 1895 hóf Bríet útgáfu á Kvennablaðinu. Það var skýr stefna blaðsins að
sinna konunum og heimilunum. Þar gerir hún ráð fyrir að flestar konur ríki
á heimilunum og vilji það einnig flestar, án þess að viðurkenna þó að þær
2 Æsa: „Nokkur orð um mentun og rjettindi kvenna", Fjallkonan, 12. tbl.
1885, bls. 45.
3 Sama, bls. 46.