Saga - 1989, Page 203
RITFREGNIR
201
sér stað innan og milli kvenfélaganna þegar til stóð að kjósa þessa fulltrúa.
Það var ekki eining um sérkvennaframboð.
Félagsstarf kvenna í kvenfélögunum að öðru leyti ber einnig oft á góma,
enda var Bríet sjálf lífið og sálin í Kvenréttindafélaginu. Kemur oft fram í
bréfum hennar lýsing á ástandi mála á þeim vígstöðvum m.a. þegar verið er
að stofna sum af þessum félögum, bæði í Reykjavík og á landsbyggðinni.
Segir m.a. frá áætlunum um að stofna andkvenréttindafélag, en það komst
aldrei á legg. Einnig kemur fyrir að hún lýsi fundum Kvenréttindafélagsins,
sem og annarra félaga. Fróðlegt er að bera þessar lýsingar saman við fund-
argerðabækurnar.
I bréfunum er einnig lýst aðdraganda þess er Island varð í fyrsta skipti
sjálfstæður aðili að alþjóðlegum samtökum, og það nokkrum árum áður en
landið varð fullvalda. Kvenréttindafélagið gekk í IWSA - alþjóðleg samtök
kvenna sem börðust fyrir kosningarétti kvenna - árið 1910. Félagið varð full-
gildur aðili fyrir íslands hönd, en var ekki tekið inn sem deild í danska félag-
inu.
í nokkrum bréfum lýsir Bríet gangi fyrsta stóra verkfallsins sem farið var í
á Islandi að því er ég best veit. Þar voru um 100 hafnfirskar fiskverkunarkon-
ur að verki á vordögum árið 1912. Það stóð í rúmar þrjár vikur. Konurnar
fóru fram á að fá 18 aura í stað 15 á tímann. Þá höfðu karlmennirnir 30 aura
a tímann. Krafan um sömu laun fyrir sömu vinnu var ekki fyrir hendi. Verk-
fallinu mun hafa lokið með sigri verkakvennanna. Að öllum líkindum voru
þær í Verkamannafélaginu Hlíf, því það er tekið fram í bréfinu að þær hafi
verið starfandi í félagi ásamt verkamönnum. Þessa verkfalls er sjaldan getið
Þegar rætt er um upphaf íslenskrar verkalýðsbaráttu.
Síðast en ekki síst ber að nefna það daglega amstur og þá hversdagslegu
snúninga sem svo oft ber á góma í bréfum Bríetar. Meðal þess sem henni
verður tíðrætt um er klæðaburður fólks og gætu áhugamenn um sögu hans
°rðið mikils vísari. Eftir því sem skilja má á höfundi, mun þó mikið af slíkum
skrifum ekki vera birt í bókinni. Frásagnir Bríetar af leigjendum í húsi sínu
Varpa ljósi á húsnæðismál í Reykjavík. Bríet leigði út flest herbergi húss síns
eftir að hún varð ekkja, og var þar löngum þröngt setinn bekkurinn. Ófáar
'ýsingar eru einnig í bréfum hennar af lífsbaráttunni á heimsstyrjaldarárun-
Ufn fyrri, þar sem sjá má hver áhrif styrjöldin hafði á daglegt líf fólks.
V
Margir kannast við að gaman getur verið að dunda við púsluspil.
Hins vegar mun sá maður vandfundinn, ef hann er þá til, sem hefur
ánægju af að skoða slíkar myndir samsettar. Hverju þessi bók átti að
miðla og til hvers hún var sett saman verða lesendur hennar að
svara. Kannski var það ekki neitt þó að mér hafi fundist það. (15)
. sagnfræðinga miðlar bókin um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur ævisögu kven-
JTttindakonu sem stóð í fremstu víglínu á bernskuskeiði réttindabaráttu
venna. Bókin stendur fyllilega fyrir sínu sem ævisaga, og kemur margt
oýstárlegt fram í henni sem nýtist sagnfræðingum. Sérstaklega er hún nota-
rJúg þar sem ævisagan er jafnframt bréfabók, og þar eru heimildir frá fyrstu