Saga - 1989, Page 204
202
RITFREGNIR
hendi um marga þætti þjóðlífsins, sérstaklega á fyrsta og öðrum áratug þess-
arar aldar. Bréf geta verið mikilsverðar heimildir. Bókin er einnig persónuleg
frásaga af lífi konu í Reykjavík og sambandi hennar við börn sín. Dóttirin sit-
ur þó í fyrirrúmi og var samband þeirra mægðnanna náið. Hér er saga úr
daglega lífinu frá byrjun aldarinnar.
Bókin er afar skemmtileg og fróðleg aflestrar, og öll mjög persónuleg.
Prýðilega hefur tekist að fella bréfin saman í frásögn og má Bríet Bjarnhéð-
insdóttir vera fullsæmd af „púsluspili" nöfnu sinnar. Bréfin eru frásagnarrík
og var ánægjulegt að lesa í viðtali við höfundinn að hugmyndin væri að gera
þau aðgengileg með því að afhenda þau Kvennasögusafninu fái það inni í
Þjóðarbókhlöðunni.4 Margt sem í bréfunum stendur á enn erindi við nútím-
ann. Bríet lagði sitt strá í hreiðrið, en það þarf mörg strá til að fullgera það.
Hrefna Róbertsdóttir
Eiríkur Guðmundsson, Jón Árni Friðjónsson, Ólafur
Ásgeirsson: SJÁVARBYGGÐ UNDIR JÖKLI. SAGA
FRÓÐÁRHREPPS. FYRRI HLUTI. Átthagafélag Fróð-
hreppinga. Akranesi 1988. 511 bls. Kápa, myndir, kort,
töflur, heimildir, nafnaskrá.
í þessu riti leggja þrír fræðimenn hönd á plóginn við samsetningu texta og
rannsóknir heimilda. Verkið segja þeir að hafi að mestu verið unnið í frí-
stundum. Fjárskortur hafi tafið og orðið til þess að færri þættir voru teknir til
meðferðar en fyrirhugað var. Ekki hefði sakað að nefna þá helstu. Langur
tími hafi liðið frá því að hafist var handa og þar til verkið kom út. Trúlega hef-
ur ekki verið flanað að neinu.
Þetta fyrra bindi er í þremur hlutum. 1. hluti, Byggð tttilli Ennis og Höfðafrá
landnámi til 1787, skiptist síðan í 16 kafla, 2. hluti, Verslun, er í fjórum köflum
og 3. hluti, Örnefni í Fróðárhreppi, er í fimm köflum. Alls eru kaflarnir 25 og
hver þeirra hefur sína undirkafla. í fyrsta hluta eiga allir höfundarnir sína
kafla, en fyrir öðrum og þriðja hluta er Jón Árni Friðjónsson skrifaður. Ein-
ungis í efnisyfirliti sést hverjum hver kafli er merktur, en samábyrgð er lýst
á verkinu í heild.
Þó að svæði það sem Fróðárhreppur nær yfir sé ekki stórt, og oftast ekki
fjölmenni þar, þá voru höfundarnir ekki í vandræðum með efni, til að byrja
með reyndar „eftir fremur stopulum heimildum", en síðar voru þær „miklar
að vöxtum" og „auðugar", en munur var „á eðli þeirra og magni". Við könn-
un þessara heimilda segja höfundar að sé „í stórum dráttum fylgt aðferðum
sem við samnorrænar byggðasögurannsóknir á áttunda áratugnum".
4 Pjóðviljinn, 2. desember 1988, 15.