Saga - 1989, Side 208
206
RITFREGNIR
Arasonar að Reykhólum og Skarðverja, Bjöms ríka Þorleifssonar og afkom-
enda hans, og nokkuð til að jagast um næstu aldimar.
Ó.Á. telur að er „áhrifa kirkjustjórnarinnar" tók að gæta í ríkum mæli í lok
12. aldar og í upphafi þeirrar 13. þá hafi fiskneysla aukist vemlega innan-
lands og eftirspum farið vaxandi. Skreiðarverðið hækkaði um 50%. Þetta
hafi leitt til fólksfjölgunar á útvegssvæðunum og „um það eigum við trausta
og gagnmerka heimild. . .", vígslumáldaga Ingjaldshólskirkju frá 30. októ-
ber 1317 (eða 1308). Þar er búðsetu undir Jökli fyrst getið „og virðist augljóst
að hún hefur hafist þegar á 13. öld". (37) í þessum vígslumáldaga Ingjalds-
hólskirkju kemur orðið „leiguliðar" tvívegis fyrir.
I 4. hluta, Riklingarár og rafabelti, er nánar fjallað um búðsetu og þróun
hennar fram til um 1600 og er hún talin hafa verið orðin vemleg um miðja 14.
öld. Samanburður á búðsetu á þessu þriggja alda skeiði er þó sagður stranda
á heimildafæð, þó er búðseta talin hafa verið álíka mikil á 14. og 15. og hún
var í lok 16. aldar, samkvæmt fyrsta yfirliti um búðsetu í jarðabókinni frá
1580/97. Heimildir um búfjáreign á þessu tímabili em sagðar vera rýrar og
veita trauðla „heildarsýn yfir búnaðarástandið og auðsöfnun 15. aldar". (88)
Landbúnaður í Neshreppi var mestur í Fróðársókn. Kúgildaleigur á utan-
verðu Snæfellsnesi munu hafa verið lægri en á landbúnaðarsvæðum en land-
skuld meiri, eða 7,3% árið 1695 á móti 5% t.d. á Norðurlandi, og er sögð hafa
verið „býsna há".
Niðurstöður rannsókna sinna á manntalinu 1703 í Breiðuvík, Neshreppi
og Eyrarsveit telur Ó.Á. vera „mjög ótvíræðar". Hann notar nýja „formgerð"
fjölskyldukjama á jörðum og fær það út að 75% fjölskyldna hafi búið í þétt-
býli á helstu útróðrarstöðunum, og segir hann ekkert benda til þess að þetta
hafi gerst á skömmum tíma heldur hafi þessi „byggðaeinkenni" einnig verið
á 15. og 16. öld, hvort það sé eldra skorti ömgga vitneskju um. Þéttbýlis-
kjami hafi t.d. myndast á Brimilsvöllum og í Ólafsvík og sjávarútvegur hafi
einnig á tímabili orðið yfirsterkari á Fróðá. (100) Hann kemst og að þeirri
niðurstöðu að á þessum öldum hafi jarðir í einkaeign verið fimm til sex í
Fróðársveit, engin utan Ennis en tíu til tólf í Breiðuvík. Eftir siðbreytingu átti
konungur 44% jarða á þessu svæði og kirkjan um 20%. Mest eftirspurn eftir
jörðum var í Neshreppi frá 14. og fram á 17. öld og hæst landskuld. (109)
Stapaumboð fylgdi oftast sýslumannsembættinu í Snæfellsnessýslu og var
„eitthvert tekjumesta embætti landsins", segir J.Á.F. „Árið 1754 var afrakst-
urinn þar 300 ríkisdalir á meðan Rangárvallasýsla, tekjumesta sýslan gaf
„aðeins" af sér 272 ríkisdali". (128) Hann segir stöðu sýslumanna hafa líkst
stöðu konunglegra lénsmanna og þeir hafi oftast verið af gamalgrónum
valdaættum, menntun þeirra upp og ofan fram yfir miðja 18. öld, en eftir það
hafi þeir oftast nær verið með háskólapróf. Þeir hafi verið „býsna sjálfráðir"
og oftast getað „skammtað yfirmönnum sínum upplýsingar". Oftast sátu
sýslumenn Snæfellinga á Ingjaldshóli, embættið var „eitt hið erfiðasta á land-
inu", og það var „eins og einhver ógæfa hafi oft fylgt því", sýslumennimir
„urðu sumir gjaldþrota, aðrir voru settir af eða þeir dóu sviplega, - a.m.k.
tveir riðu fyrir björg á 17. öld, vísast fullir". (129)
Undirritaður álítur, að ekki sé ólíklegt að einhverjum þessara manna hafi
Á