Saga - 1989, Síða 209
RITFREGNIR
207
reynst um megn að beita þeirri fádæma hörku sem var því samfara að ganga
eftir leigum og sköttum fyrir konungsvaldið, ellegar að framkvæma þær
grimmdarlegu refsingar, sem þeim var gert að dæma menn í vegna brota á
eignarréttinum. Gerðust menn sekir um slíkt höfðu þeir glatað ærunni. Oft-
ast var ekkert af slíkum mönnum að hafa nema „húðina á bakinu, frelsið og
lífið". Út undir Jökul lá oft straumur örþrota fólks, þar var oft „áfangastaður
sá sem hinsta vonin var bundin við", þar sem voru skreiðarhjallar og kofar „í
öllum áttum, en varðveittu samt eftirsóttan vaming - matvæli". (131) Sýslu-
menn á Ingjaldshóli hafa máski ekki allir verið ofstækisfullir galdrabrennu-
menn eða samviskulitlir fjárplógsmenn eins og títt mun hafa verið um emb-
ættismenn á þessum tímum. Þeir sem það kunna að hafa verið, skUdu ekki
eftir sig efnaðar fjölskyldur og ríkuleg bú eða híbýli undir Jökli, auðurinn fór
allur eitthvað annað.
Lítið finnst mér að 5. kafli snerti sögu Fróðárhrepps nema þá óbeint, sýslu-
menn og prestar sátu reyndar oftast á Ingjaldshóli og að Þæfusteini. Kaflarn-
ir um þessa embættismenn eru furðulega stuttir og á fáa þeirra minnst, enda
niunu prestamir ekki hafa verið neinir „háklerkar". Sama gildir um 6. og 7.
kafla, um réttarfarið á 17. og 18. öld, Stóradóm, Brimarhólm og Kaupinhafn-
arslaverí.
18. hluta, Mannfjöldi og byggð um 1700 (E.G.), er komið að þeim heimildum
sem drýgstar og dýrmætastar hafa verið, en það er Manntalið 1703 og Jarðabók
Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1702 til 1714. Em þessum heimildum gerð
góð skil varðandi byggð og mannlíf í Fróðársveit og ágætar töflur yfir jarðir
og búðir, fjölda ábúenda og fólksfjölda á hverri jörð og í hverri búð. Fækkun
í þessari sveit vegna Stórubólu virðist ekki hafa verið mikil, 1703 vom þar
323 en 1711 vom þeir 319, hins vegar höfðu 25 þurrabúðir lagst í eyði, níu í
Ólafsvík og 16 á Brimilsvöllum, og í ljós kemur að útvegur var mun meiri á
Brimilsvöllum á 17. og fram á 18. öld. Árið 1711 vom þar 100 manns en 65 í
Ólafsvík. Byggðaröskun varð „fyrst og fremst með fækkun búða".
í þessum þéttbýliskjömum segir E.G. að samfélagið hafi verið „um margt
sérstakt" og í mörgu „gjörólíkt bændasamfélaginu í kring", það varð að hafa
nteira saman að sælda, hittast oftar, það gerði „afkastamesta atvinnutæki
samfélagsins", báturinn.
Árið 1704 settust að í Mávahlíð stórauðug hjón sem sveitin átti lengi eftir
að minnast. Þetta vom þau Margrét Magnúsdóttir frá Reykhólum, Jónsson-
ar/ fyrmrn lögmanns og sýslumanns að Ingjaldshóli, og Gísli Jónsson, „æm-
göfugur heiðursmann", sonur Jóns Vigfússonar Hólabiskups, Bauka-Jóns,
°g mágur Jóns Vídalíns biskups. Þau hjón urðu ekki langlíf, en böm þeirra
komust vel af, sonur þeirra, Magnús, varð amtmaður, og önnur dóttirin
biskupsfrú, hin varð prestsfrú. Þessi systkini og afkomendur þeirra áttu jarð-
'r í Fróðársveit í á aðra öld. Enginn afkomenda Gísla Jónssonar ílentist í
Fróðársveit.
Góðar heimildir em til um eignir og dánarbú Gísla Jónssonar og em þeim
gerð góð skil. Uppgjör dánarbúsins annaðist bróðir Gísla, Þórður prófastur á
Staðastað, það er dagsett 4. nóvember 1716 og er birt í heild. „Allt lausafé var
vtrt á 1 hundrað hundraða, 73 hundmð og lOVi alin. Það jafngilti 193 kýr-