Saga - 1989, Page 210
208
RITFREGNIR
verðum". Petta var aðeins lausafé. Meðal tíu jarða dánarbúsins voru: Reyk-
hólar, Sauðafell í Dölum, Mávahlíð og Brimilsvellir. Alls voru jarðirnar virtar
á 342 hundruð.
í 10. kafla segir E.G. að atvinnuvegunum hafi hnignað á 17. og 18. öld,
einkum þeirri 18. Hann rekur þær ástæður, sem taldar eru hafa valdið þessu,
svo sem kólnandi veðurfar, náttúruhamfarir, fólksfæð og einokunarverslun.
Fleira telur hann hafa komið til, margt bendi til þess að „íhaldssamt þjóðfé-
lag hafi hér ráðið miklu". Hann bendir einnig á, að „jarðaafgjöld á öllu land-
inu hafi lækkað um þriðjung frá lokum 17. aldar til ársins 1759 og voru enn
lægri 1801". Sjávarútvegurinn segir hann að hafi skapað Snæfellsnessýslu
sérstöðu, þar voru saman komnir „flestir sex- og áttæringar" í öllu landinu
og aðalatvinnuvegurinn sjávarútvegur, og Snæfellsnessýsla var „ásamt
Gullbringu- og Kjósarsýslu mesta útgerðarsvæði landsins". (185)
f þessum 10. hluta, Atvinnuvegir á öndverðri 18. öld, eru töflur um fjölda
fólks og kvikfjár í Neshreppi innri og ytri, kvikfé sem fóðrast kunni umfram
ásetning, og um fjölda báta í fimm stærðum, tein- og áttæringa, sex- og
fjögurramannaför og minni báta. Hlutfall milli fólksfjölda, kvikfjár og báta í
þessum sóknum sýnir að mati E.G. að flestir íbúarnir í Fróðársókn lifðu bæði
af landbúnaði og sjósókn, sjávarútvegur þó talinn aðalatvinnuvegur þeirra,
en flestir íbúanna í Ingjaldshólssókn voru mun háðari sjósókn, þar var mikill
meirihluti búðafólks þurrabúðafólk. Ekki er að efa þá ályktun E.G. að ástand-
ið í Ingjaldshólssókn hafi getað orðið slæmt vegna þess hve fáir bændur voru
í hreppnum, sem fátækraframfærslan lenti á í langvarandi gæftaleysi og
harðindum.
Heimildir um kvaðir, sem landeigendur lögðu á leiguliða sína og rætt er
um í 11. kafla, munu vera til frá því á 14. öld og fram á þessa. Þetta var alls
konar vinnuskylda, sérstaklega skipsáróður. Ágæt tafla er um kvaðir í
Fróðársókn fyrir árið 1711. Af 53 ábúendum, bændum og búðafólki, urðu 38
að sinna mannsláni, nokkrir voru undanþegnir vegna vanmegunar. Þessi
kvöð segir E.G. að hafi verið mönnum þung, hún gat skert frelsi þeirra og
framfærslumöguleika, menn máttu ekki eiga báta sjálfir og gera þá út. Kon-
ungur heimilaði árið 1787 að leiguliðar á konungsjörðum gætu greitt einn
ríkisdal í stað mannsláns, en það gátu íslenskir jarðeigendur ekki hugsað
sér. Þannig kemur í ljós, að danska konungsveldið var mun frjálslyndara en
innlendir aðilar.
Næsti kafli fjallar um eignarhald og ábúð á jörðum. E.G. segir 90% bænda
hafa verið leiguliða fram á 19. öld. Á Snæfellsnesi hafi önnur hver jörð verið
í eigu kirkna og klausturs, og konungs eftir siðbreytingu. í Fróðársókn hafi
nokkrar jarðir verið í einkaeign, aðallega einnar fjölskyldu eða ættar, en eng-
in í Ingjaldshólssókn. Þetta skýrir E.G. með því að í Ingjaldshólssókn hafi
verið styttra á fengsæl fiskimið og hægara um sjósókn, kirkjur og Helgafells-
klaustur hafi því snemma sóst eftir og komist yfir allar jarðir þar.
113. kafla er sagt frá jarðamati, jarðaafgjöldum og búðaleigum, landskuld-
arhæð og kúgildafjölda. Af breytingum á þessum stærðum segir E.G. að
sagnfræðingar hafi dregið „ályktanir um efnahag og atvinnuástand". (233)
Ágæt tafla yfir jarðardýrleika, landskuldir og kúgildaleigur á jörðum '