Saga - 1989, Side 211
RITFREGNIR
209
Fróðársókn fyrir árin 1682, 1711, 1759 og 1772 sýnir hve jarðardýrleikinn var
misjafn og einnig hlutfall landskuldar af honum. Brimilsvellir voru metnir á
40 hundruð og landskuld 15,2%. Mávahlíð var metin á 32 hundruð og land-
skuld 4,2%, jörðin Ólafsvík var metin á 16 hundruð og landskuld 16,6%, þar
og á Brimilsvöllum hefur útvegurinn skipt miklu máli. Þrátt fyrir hlutfalls-
lega háa landskuld af útvegsjörðum telur E.G. að samræmi hafi verið við
þann hagnað sem þær gátu gefið af sér. (247) íslensk yfirvöld eru sögð hafa
viljað viðhalda kúgildahaldi og sagt að ljóst sé að þau hafi fyrst og fremst vilj-
að viðhalda hagsmunum landeigenda. (244)
Litlar heimildir eru sagðar vera til um byggð og hagi í Fróðársókn á árun-
um frá 1711 til 1750, en brugðið er upp svipmyndum af lífi fólks á stærra
svæði. Á þessu tímabili fór fiskafli og sjávarútvegur minnkandi, svo að ekki
var um það að ræða að byggðin efldist. í þessum kafla, þeim 14., er lýst húsa-
kosti í Mávahlíð, heimabæ og tveimur hjáleigum, og að Hrísum og þremur
hjáleigum þar. Þetta er samkvæmt úttekt á jörðunum gerðri 31. maí 1748.
Trúlega hafa þetta verið einna reisulegustu bæirnir í sveitinni. Að Mávahlíð
var baðstofa „í 4 stafgólfum með grind allri", og að Hrísum var baðstofa með
þremur stafgólfum. Hjáleigurnar voru mun viðaminni.
í 15. kafla fjallar J.Á.F. um harðindatímabilið 1751 til 1757, og um „skreið-
arhjalla og skrautmennið á Ingjaldshóli", Jón Árnason, sem varð yfirvald
Snæfellinga árið 1754 nýkominn frá Hafnarháskóla. Svo er að sjá, segir
J.Á.F., sem Jóni hafi fljótlega sem fyrirrennara hans „þótt erilsamt og napurt
á Ingjaldshóli og skreiðarhjallagæslan mæðusamur starfi". (265)
I 16. kafla skýrir E.G. enn frekar plágurnar og fjárkláðann 1762 til 1782.
Mikil harðindi gengu yfir á árunum 1777 til 1787 og „voru þjóðinni þungt
áfall vegna mikils mannfellis og skepnudauða". Varanleg byggðaröskun
varð af þessum sökum þar sem fólki á Snæfellsnesi fækkaði úr 3903 árið 1703
í 2486 árið 1785.
Árið 1787 var Neshreppi hinum forna skipt í tvö sveitarfélög, Neshrepp
utan Ennis og Neshrepp innan Ennis. Á þessu er engin skýring gefin, en sagt
að margt sé „á huldu" varðandi þessa skiptingu, málið hafi þó verið „sérstakt
viðfangsefni". Trúlega hefir framfærsluskyldan skipt mestu máli, hún var
miklu meiri utan Ennis, þar var „endastöðin".
I 2. hluta þessarar bókar fjallar J.Á.F. um einokunarverslunina og skreið-
•na. Þar er svipaðri fullyrðingu og fyrr haldið fram, að skreiðin hafi um alda-
raðir verið „eftirsóttasta útflutningsvara Islendinga og mótaði í rauninni
sögu þeirra meira en nokkur önnur". (289) Fyrst hafi Norðmenn verið
atkvæðamestir, síðan Englendingar og Hansakaupmenn, áður en einokunin
tók við. Rif í Neshreppi varð „mikilvæg verslunarhöfn" og svæðið undir Jökli
"innlendum höfðingjum stórkostleg auðsuppspretta". Árið 1602 veitti kon-
ungur kaupmönnum í Málmey Rifshöfn, en hún var „ein hin gróðavænleg-
asta á landinu". Kaupsvæðin á Snæfellsnesi voru smá og baráttan um skreið-
*na mun því hafa verið „sérlega óvægin". Vegna aldagamalla viðskipta
Jandsmanna innbyrðis, skreiðarverslunarinnar við sveitirnar, stóðu Ólafs-
v>kurkaupmenn lengi í stappi og reyndu að stöðva hana en höfðu ekki erindi
sem erfiði.
14-saga