Saga - 1989, Page 212
210
RITFREGNIR
í töflu 1, á bls. 297, Fiskihöfn - Sláturhöfn, er merkilegur samanburður á
kaupsvæðunum Ólafsvík frá Búlandshöfða og að Skarðsvík og á Hofsósi,
Skagafjörður allur og Siglufjörður. Fyrir Hofsós voru boðnir 400 rd. árið
1706, fyrir Ólafsvík voru boðnir 1600 rd. árið 1715. Árið 1703 var 3241 búsett-
ur á Hofsóskaupsvæði og kúgildin voru þar 4011, en á Ólafsvíkurkaupsvæði
bjuggu 1022 og kúgildin voru 257. Þetta er sagt sýna „hlutfallslegt mikilvægi
sjávarútvegsins", mismunurinn sé bættur með fiskveiðum. Ef til vill hafa
kaupmenn á Hofsósi ekki átt jafn auðvelt með að hafa í hendi sér verðið á
þeirri vöru sem þeir seldu og þeirri sem þeir keyptu af mönnum í hinu gróna
sveitasamfélagi og kaupmenn í Ólafsvík höfðu gagnvart þurrabúðamönnum
undir Jökli.
Á bls. 298 er spurt hvaða tilgangi þessi viðskipti hafi þjónað frá sjónarhóli
landsmanna. Þá hafi „önnur einkennileg hlið þessa máls" falist í því að
kaupmenn hafi iðulega kvartað yfir því að verð á mjöli væri of lágt. Svarið er
það í stuttu máli, segir þar, að hér hafi verið „evrópskt" samfélag, sem hafi
sóst eftir svipuðum gildum og sóst var eftir í öðrum Evrópulöndum, hér hafi
búið fólk „sem var alið upp við gamalgróna menningu og verktækni". Þá
hafi Islendingar verið „jafnginnkeyptir og aðrir fyrir munaðarvarningi,. . .
(og) á 18. öld fór brennivínið að útrýma bjórnum". í öðru lagi þá hafi samfé-
lagið verið „lítið og fátækt, og með einhæfa framleiðslu", það hafi hlotið að
„festast í hlutverki hráefnisframleiðandans og nýlendunnar". Þá hafi Islend-
ingum orðið talsvert ágengt með það að halda niðri mjölverði, jafnvel stund-
um undir kostnaðarverði, þetta hafi að sjálfsögðu verið hagur landsmanna,
en aftur á móti var skreiðarverði haldið „óeðlilega lágu" og skreiðin þó
„langtum dýrmætari vara á alþjóðamarkaði".
Óhætt mun að fullyrða að kaupmenn hafi haldið að íslendingum þeim
varningi, sem þeir högnuðust mest á að selja, svo sem brennivíni, tóbaki og
öðrum „óþarfa", og að landsmenn hafi verið skammsýnir, ekki séð við kaup-
mönnum og veitt litla vörn gegn nýlendustjórninni.
Þessi ágæti kafli J.Á.F. fjallar að vísu lítið um sögu Fróðárhrepps beint, en
nokkuð um verslunina í Ólafsvík. Páll Melsteð sagnfræðingur var sýslumað-
ur Snæfellinga á árunum 1849 til 1854. í endurminningum sínum segir Páll
um verslunina og á þá einkum við Clausensverslun í Ólafsvík: „Hún hélt
sýslubúum í fjarskalegri fátækt og eymd". Þessi verslun hafði verið einráð
undir Jökli í 85 ár og var eins konar framhald einokunarverslunarinnar, þar
urðu allir í Neshreppum ytri og innri að versla. Breytingar á verslunarháttum
undir Jökli munu ekki hafa verið teljandi fyrr en eftir 1890.
3. hluti þessa verks er Örnefni í Fróðárhreppi (J.Á.F.). Þessi kafli virðist vera
mjög ítarlegur, þar hefur ekki verið komið að tómum kofunum hjá heimild-
armönnum. Birt eru örnefni á hverjum bæ og á fiskimiðum og gerð er grein
fyrir þeim. Örnefnin munu vera hátt í eitt þúsund, en ekki sér maður þarna
hver eru ný, eða hafa ekki verið skráð áður, eða hver þeirra eru frá Örnefna-
stofnun. Ljósmyndir, sem birtar eru af stöðum á svæðinu, eru sérlega falleg-
ar.
Ekki er að efa að höfundum hafi tekist það sem þeir hugðust gera, að
„rannsaka vandlega . . . byggð og mannlíf í Fróðársveit frá landnámi . . ■"