Saga - 1989, Page 213
RITFREGNIR
211
og að gera „nokkurs konar þversnið af sögu íslands", sem stuðli að því að
varpa „nýju Ijósi á þjóðarsöguna". Meira mun að vísu til þurfa, en þessi bók
er áreiðanlega drjúgt lóð á þá vogarskál, og það er skoðun mín að höfundar
hafi varpað skýrara ljósi á það sem um er fjallað, og hafi þeir þökk fyrir það.
Eins og höfundarnir segja í „Aðfararorðum" þá hefði framsetning stund-
um getað verið betri og nokkuð er um að efnið skarist, bókin hefði getað ver-
ið nokkru styttri. Almennar niðurstöður um efnið eru látnar bíða síðara
bindis.
Bókarkápan, sem er verk Magnúsar H. Ólafssonar arkitekts, er stór-
skemmtileg, nokkuð fornleg, með furðuskepnum og dularfullum staðanöfn-
um, afar forvitnileg.
Menn í Átthagafélagi Fróðárhrepps í Ólafsvík eru ærið stórhuga að gefa út
jafn vandað rit, og von mun á öðru. Framtak þeirra er lofsvert.
Úlafur Elímundarson
Gestur Guðmundsson og Kristín Ólafsdóttir: '68.
HUGARFLUG ÚR VIÐJUM VANANS. Tákn. Reykjavík
1987. 356 bls.
Ekki alls fyrir löngu var kínverskur sagnfræðingur spurður að því hverjar
væru að hans áliti helstu afleiðingar byltingarinnar miklu í Frakklandi fyrir
réttum 200 árum. Hann á að hafa sagt að of snemmt væri að segja til um það.
Sá tími er sem betur fer liðinn - þökk sé meðal annars 68 -hreyfingunni - þeg-
ar sagnfræðingar litu varla við samtímasögu. Og meira að segja íslenskir
sagnfræðingar eru famir að fást við sögu eftirstríðsáranna, þótt ennþá megi
telja þá á fingrum annarrar handar.
Það kemur því ekki á óvart að fyrstir til að gera skil hinu pólitíska og
■ttenningarlega andófi sem tengt er árinu 1968 eru ekki sagnfræðingar heldur
télagsfræðingar. Pau Gestur og Kristín eru stórtæk og Iáta sér ekki nægja að
lýsa 68-andófinu á Jslandi heldur verja þau tæplega þriðjungi bókarinnar til
að rekja þróun mála í Evrópu og Bandaríkjunum. Mestur fengur er auðvitað
að íslenska hlutanum í bók þeirra, sem er í raun og veru brautryðjendaverk;
Urn 1968 erlendis hafa margar útlendar bækur verið skrifaðar.
Áður en lengra er haldið er rétt að spyrja fyrir hvað 1968 stendur. Þau
Gestur og Kristín svara sem svo: 1968 er tákn fyrir mestu félagslegu umskipti
a Vesturlöndum á eftirstríðsárunum. Þau birtust í atburðum, hugmyndum
°8 hreyfingum sem leyndust undir yfirborði mannlífsins á sjötta áratugnum,
efldust á þeim sjöunda og runnu saman í ólgandi elfi 1968-70. „Alþýðleg
r°kkmenning varð sjálfstæðari og sjálfstæð bóhemamenning varð alþýð-
legri. Sósíalísk útópía og samfélagsgagnrýni losnaði úr viðjum Leníns og
Stalíns. Þessir sköpunarglöðu hliðarstraumar urðu fyrir áhrifum hver af öðr-
úm og runnu saman örfá augnablik . . .". (Bls. 329-30) Þessi samruni skap-