Saga - 1989, Side 214
212
RITFREGNIR
aði nokkurs konar samnefnara, sem kenna má við 1968 og kalla æskulýðs-
uppreisn. „Sagan um 68 er saga um upplausn hefðbundinna gilda, um leit að
nýjum lífsháttum, um uppreisn." (Bls. 11)
Höfundar telja að í aðalatriðum hafi sömu öfl verið að verki heima og er-
lendis, þótt á íslandi hafi alls ekki verið um eintóma eftiröpun að ræða. En þá
sérstöðu íslands hefðu höfundar mátt draga skýrar fram að pólitísk ólga
áranna 1968-70 var ekki einber „ávöxtur velsældar" þegar litið er til nánustu
efnahagsaðstæðna. Hér varð mikill atvinnubrestur og kjararýmun á meðan
andóf verkalýðshreyfingar víða í Evrópu var að miklu leyti viðbrögð við til-
raunum stjómvalda til að halda aftur af kauphækkunum.
Aðdraganda og forsendum þessarar hreyfingar lýsa höfundar á athyglis-
verðan hátt. Þeir telja að skriðuna sem fór af stað 1968 megi rekja til „vaxandi
misræmis milli ráðandi hugmynda og samfélagsvemleikans". Ýmsar samfé-
lagsbreytingar tóku að losa um þá menningarlegu íhaldsemi og pólitísku
spennitreyju sem samfélagið var reyrt í á dögum kalda stríðsins. Á íslandi
fór samfélagið á fleygiferð í stríðinu og þegar til lengdar lét rofnuðu að
mörgu leyti menningarleg tengsl við fortíðina. Fólk fluttist unnvörpum úr
sveitum til bæja, hvítflibbastörfum fjölgaði, fyrsta kynslóð hreinræktaðra
borgarbarna komst á legg, konur fóru að vinna meira úti, skólafólki fjölgaði
og unglingar urðu fjárhagslega sjálfstæðari. Þetta em nokkrar af hinum sam-
félagslegu forsendum fyrir andófinu 1968-70. Undir þessum breytingum
kynti efnahagslíf sem var í ömm vexti: það raskaði gömlum stétta- og valda-
hlutföllum um leið og það veitti uppvaxandi kynslóðum tækifæri til og efni á
að gera tilraunir með lífið.
Þessar tilraunir birtust með ýmsum hætti og draga höfundar upp
skemmtilega og fróðlega mynd af nýsköpun í tónlist og tísku þessara ára,
málsköpun og bókmenntum, leiklist og myndlist. Þá er sagt frá námsmanna-
hreyfingunni, rauðsokkahreyfingunni og stjórnmálastarfsemi á vinstri
vængnum utan hefðbundinna flokkastjómmála, svo og hippalífi. Þetta eru
misjafnlega heillegar myndir, en fengur er að þeim öllúm, vegna þess að
þama er í fyrsta skipti reynt að segja frá þessum hreyfingum í samfelldu
máli. Einn helsti kostur bókarinnar er einmitt hæfni höfunda til að lýsa meg-
ineinkennum og setja atburði og hugmyndir í stærra samhengi en þeir birt-
ast Jóni og Gunnu, enda em þeir ófeimnir við að kasta fram djörfum alhæf-
ingum, skilgreina, meta, draga í dilka og dæma. Þeir láta sér ekki nægja að
lýsa atburðarásinni, klæðaburðinum og frösunum, heldur kafa dýpra, rekja
aðdraganda og forsendur andófsins til samfélagsbreytinga eftirstríðsáranna,
og meta áhrif þess á áttunda og níunda áratugnum.
Höfundum hættir þó stundum til að undirbyggja ekki nægilega alhæfingar
sínar. Þetta er þeim mun brýnna í texta þar sem stórar alhæfingar eru a
hverju strái, en engar tilvísanir til heimilda - nema munnlegra - eru þeim til
stuðnings. Svo eitt dæmi sé tekið: „Meginþorri íslendinga hafði aldrei farið
eftir þeim lútersku reglum sem opinberlega giltu um kynlíf - það skyldi
geymt fram að hjónabandi . . ". (Bls. 119) Ég vildi óska að hægt væri að
sannreyna þessa fullyrðingu, en sé tekið mið af fjölda óskilgetinna barna sern
vísbendingu um kynlíf fyrir hjónaband, þá voru um það bil fimm af hverjum