Saga - 1989, Page 215
RITFREGNIR
213
sex fæddum bömum 1900-1949 skilgetin, en upp úr því fer óskilgetnum
bömum fyrst verulega að fjölga. Og stundum lesa höfundar meira út úr
atburðum en tilefni em til, samanber „svallveislan í Þjórsárdal um hvíta-
sunnuhelgina 1963 markar á vissan hátt hápunkt rokkskeiðsins á íslandi, en
um leið endalok þess". (Bls. 133-34)
Það er erfitt að henda reiður á öllum þeim fjölmörgu hræringum sem
tengdar eru 1968, en mér sýnist höfundum yfirleitt takast vel að halda utan
um efnið. Það má lengi deila um áherslur og efnisafmörkun, hverju ætti að
halda og hverju sleppa. Læt ég nægja eina almenna athugasemd við efnis-
tökin og á hún bæði við um ísland og útlönd. Áherslan sem þau leggja á að
fylgja þróun ungs menntafólks, einkum þeirra sem fæddir eru ca. 1947-52,
markar efninu þröngan bás, en fyrir bragðið falla aðrir mikilvægir þættir í
skuggann: breytingar á hefðbundnum flokkastjómmálum, verkalýðsbarátta
og pólitísk stórtíðindi ofar öllum kynslóðum, eins og fall herforingjastjórnar
í Grikklandi og einræðisstjórna í Portúgal og á Spáni, verkföll í Bretlandi
1972-74 og fall íhaldsstjórnarinnar þar af þeim sökum. í samræmi við þessa
efnisafmörkun lýsa þeir ferli andófsins frá sjöunda yfir á áttunda áratuginn
fyrst og fremst sem hnignun og má það til sanns vegar færa um stúdenta-
hreyfinguna. Túlkunin mótast líka af óbeit höfundanna á samtökum yst á
vinstri væng stjórnmálanna, sér í lagi maóistum, sem urðu áberandi eftir
1970. En pólitískt andóf frá vinstri og óstöðugt stjómarfar í Evrópu ein-
kenndi 8. áratuginn lengi framan af og var þar að mörgu leyti á ferðinni beint
framhald 68-uppreisnanna. Þetta er þó ekkert einfalt mál, því það varðar
sjálfa skilgreininguna á þessu óskýra fyrirbæri '68: á að binda það við sérstak-
ar hreyfingar „68-kynslóðarinnar" eða hvers konar uppreisn gegn viðtekn-
um lífsháttum og borgaralegum stjórnmálum á sjöunda og áttunda áratugn-
um? Því verður ekki svarað í eitt skipti fyrir öll.
Bók þeirra Gests og Kristínar er meira í ætt við analýtíska félagsfræði en
sagnfræði. Strangfræðilegt getur verkið þó ekki talist enda gera höfundar
ekki tilkall til þess. í bland við félagsfræðilegan skoðunarmáta, þar sem not-
uð eru hugtök á borð við félagslegur hreyfanleiki, menningarlegt rof og síð-
kapítalismi, kemur fram sterkur persónulegur stíll höfundanna sem litar
bæði orðfæri og efnistök. Stíllinn er gildishlaðinn og oft með ýkjublæ sem
hæfir viðfangsefninu á margan hátt vel og gerir frásögnina hressilega. En
þessi leið er vandfarin og vill brenna við að textinn verði klisjukenndur
(„leiðtogar eksistensíalistanna vom keðjureykjandi, óðamála menntamenn,
sem báru þunga heimsmálanna á visnum herðum sínum", bls. 34) eða að
ýkjurnar beri sannleikann ofurliði eins og lýsingin á styrkleikahlutföllum í
sljórnmálum á 7. áratugnum. Sagt er að „Framsóknarmenn þekktust vart
utan sveita" (bls. 115), en staðreyndin er sú að flokkurinn hafði verið í sókn
' þéttbýlinu undanfama áratugi og á 7. áratugnum var um þriðjungur af fylgi
flokksins í þéttbýliskjördæmunum Reykjavík og Reykjanesi; em þá atkvæði
1 kaupstöðum og kauptúnum um landið ótalin.
Meira er þó um vert að lesandinn á oft erfitt með að gera greinarmun á
hæðilegum útskýringum og skoðunum höfunda sjálfra og dregur þetta úr
trúverðugleika textans. Þar komum við einmitt að ástæðunni til þess að