Saga - 1989, Page 217
RITFREGNIR
215
ig er ísland, segir Ingimar, hluti af alþjóðlegu hagkerfi sem tók að myndast í
upphafi nýaldar og teygði smám saman arma sína um allan heim. Mikilvægt
er að skoða þjóðríkin sem hluta af heild sem er stöðugum breytingum undir-
orpin en ekki þjóðfélagskerfi út af fyrir sig.
Ingimar segir að fjórir mælikvarðar skeri úr um hvar í heimskerfinu sér-
hvert ríki lendir samkvæmt líkani Wallersteins. Kjarnaríkin einkennast af
litlum gróða, háu tæknistigi, háum launum og fjölbreyttri framleiðslu. Hið
gagnstæða á við um jaðarsvæðin; en hálf-jaðarríkin eru þarna mitt á milli og
hafa einkenni frá hinum tveim svæðunum í ýmsum hlutföllum. Síðan athug-
ar Ingimar hvernig fsland mælist á þessum kvörðum. Hann telur að gróði sé
minni en í flestum kjarnaríkjum og byggir þar á skýrslu þjóðhagsstofnunar
um afkomu atvinnuvega 1969-76 og fyrirtækjagróða í Bandaríkjunum. En
jafnvel þótt hann slái þann varnagla að hér sé um grófan samanburð að
ræða, er hæpið að varpa fram slíkri alhæfingu á ekki meiri gögnum og án
þess að tilraun sé gerð til þess að notast við sambærilegar skilgreiningar á
fyrirtækjagróða.
Varðandi tæknistig íslensks efnahagslífs bendir Ingimar réttilega á að þótt
miklar framfarir hafi orðið í íslenskum atvinnuvegum, eigi þeir enn langt í
land með að ná þeirri framleiðni og samkeppnishæfni sem þeir eiga kost á.
Aðeins sjávarútvegur, veiðar og vinnsla, úrvinnslugreinar landbúnaðar og
orkufrekur iðnaður búi við þróaða tækni. En er það ekki bara þó nokkuð að
helstu framleiðsluatvinnuvegir íslendinga notast við hátækni? Sá mælikvarði
a tæknistig íslendinga sem Ingimar gerir helst að umtalsefni er útgjöld til
þróunar- og rannsóknarstarfsemi og kemur í ljós að ísland er eftirbátur ann-
arra Norðurlanda í því efni. Þessi mælikvarði er algengur, en hann verður að
nota með varúð þegar smáríki á borð við ísland eiga í hlut, sem hljóta að not-
ast mjög við aðkeypta tækni frá fjölmennari þjóðum þar sem betri skilyrði
eru fyrir rannsóknarstarfsemi.
Þriðja viðmiðunin er hlutur launa, en Ingimar skýrir ekki nákvæmlega
hvað átt er við. Hann bendir á að þjóðartekjur á mann á íslandi séu einhverj-
ar þær hæstu í heiminum, en þegar litið sé til raunlauna eru Islendingar ekki
svo ofarlega á listanum vegna þess að framfærslukostnaður er hærri og
vinnutími lengri en í nágrannalöndunum. Þetta er í lagi svo langt sem það
n*r, en segir okkur ekki hvar ísland stendur nákvæmlega miðað við kjarna-
ríkin svonefndu þegar raunlaun eru borin saman. Slíkur samanburður er
afar vandasamur og má afsaka höfund að nokkru leyti með því að rannsókn-
ir af þessu tagi eru af skornum skammti að því er ísland varðar. En ég sé ekki
að hann Ieggi fram gögn sem sýni beinlínis fram á að raunlaun verkamanna
séu lægri á íslandi en í flestum kjarnaríkjum (bls. 112). Það hefði rennt
traustari stoðum undir slíka fullyrðingu að bera saman hlut launakostnaðar
' þjóðartekjum á að minnsta kosti tíu ára tímabili, hlutfallslegar breytingar á
þróun raunlauna eða aðrar sambærilegar tölfræðiupplýsingar sem fyrir
hendi eru.
Fjórða og síðasta viðmiðunin er fjölbreytni framleiðslunnar og telur Ingi-
mar að íslandi svipi fremur til jaðarsvæða en kjarnaríkja með einhæfa fram-
leiðslu sína. Af öllu þessu ályktar hann að ísland teljist til hálf-jaðarríkja.