Saga - 1989, Blaðsíða 219
RITFREGNIR
217
bæði að huga að því í hvað peningunum er eytt (útgjöld til atvinnumála hafa
sennilega verið meiri á íslandi en í nágrannalöndum síðan fyrir aldamót) og
átta sig á að peningaútlát eru ekki einhlítur mælikvarði á ríkisafskipti. Pegar
við tökum tillit til ýmiss konar beinna og óbeinna opinberra aðgerða má leiða
sterk rök að því að íslenskt ríkisvald hafi verið óvenjuafskiptasamt; það hef-
ur ráðið miklu um verðmyndun helstu framleiðsluafurða til skamms tíma,
átt afar sterk ítök í lánsfjármarkaði og staðið sjálft í talsverðum atvinnu-
rekstri.
Besti hluti bókarinnar er ítarleg könnun á vinnumarkaði og stéttaskiptingu
1930-80, enda ríkir þar meira jafnvægi milli kenningarlegrar umfjöllunar og
empírískrar athugunar en annars staðar í verkinu. Úr manntölum, tölfræði-
skýrslum um vinnumarkaðinn, skattskýrslum og öðrum heimildum dregur
höfundur saman mikinn fróðleik sem sennilega er hvergi að finna samantek-
inn á öðrum stað; atvinnuskiptingu, aldursdreifingu fólks og hlutfall kynja á
atvinnumarkaði, svæðisbundin sérkenni vinnumarkaðar, vinnutíma eftir
stéttum og fleira. Nýstárlegast við athugunina er að Ingimar notar marxískt
stéttalíkan sem í eru stétt atvinnurekenda, smáborgarastétt (einyrkjar), mið-
stétt (sérfræðingar, stjórnendur fyrirtækja, tæknimenntað fólk) og verka-
lýðsstétt (faglært og ófaglært fólk). Eina ósamkvæmnin sem ég sé við þessa
greiningu er að láta bændakonur (sem eru líklega uppistaðan í flokknum
/,family workers") og vinnufólk standa utan við kerfið í stað þess að láta fyrr-
nefnda flokkinn fylgja smáborgurum og síðarnefnda verkalýðsstétt.
Höfundur ályktar af þessari athugun að stéttaskipan á íslandi eigi að sumu
leyti sammerkt með öðrum hálf-jaðarsvæðum eins og Wallerstein lýsir þeim:
stéttir atvinnurekenda og sérfræðinga eru fámennari og veikari en í kjarna-
ríkjum. Á hinn bóginn er ísland frábrugðið öðrum hálfjaðarríkjum að því
leyti að verkafólk er fjölmennara en í kjarnaríkjum, en ekki fámennara eins
°g Wallerstein gerir ráð fyrir.
Síðasta kaflanum er ætlað að sýna fram á hvernig staða íslands sem hálf-
jaðarríkis hefur leitt af sér „distinctive pattern of social conflict and conflict
resolution." (Bls. 13) Þetta er dálítið ónákvæm marklýsing, því að niðurstað-
an í lokin verður sú að ekkert sérstakt mynstur gildi, heldur séu tengslin
þarna á milli sífelldum breytingum háð. (Bls. 137-8) Hins vegar er gefið
greinargott, skematískt yfirlit um stéttastjórnmál síðustu hálfa öldina eða
svo, samtakamyndun í stjórnmálum og atvinnulífi, hagstjórn og hugmynda-
frseði helstu stjómmálasamtaka.
Bókin lofar því, þegar á heildina er litið, meim en hún getur staðið við. En
hún er þarft framlag til skipulegri og fræðilegri umræðu um íslenska þjóðfé-
Hgsþróun, sem við þurfum svo nauðsynlega á að halda til mótvægis við
fræðilega smásmygli. Hún hjálpar okkur við að koma auga á skóginn fyrir
hjánum.
Guðmundur Jónsson