Saga - 1989, Qupperneq 220
218
RITFREGNIR
Jakob F. Ásgeirsson: ÞJÓÐ í HAFTI. PRJÁTÍU ÁRA
SAGA VERSLUNARFJÖTRA Á ÍSLANDI. Almenna
bókafélagið. Reykjavík 1988. 390 bls. auk myndasíðna.
Myndir, útdráttur á ensku, skrár um helstu heimildir og
um mannanöfn.
Bókin Pjóð í hafti er á kápu kynnt sem „æsileg bók, sláandi og stórfróðleg" og
„ítarleg úttekt á þrjátíu ára sögu verslunarfjötra á íslandi 1931 - 1960." Þótt
þetta sé heldur mikið upp í sig tekið, fjallar bókin vissulega um stórfróðlegt
viðfangsefni þar sem er saga haftabúskapar á íslandi fyrrgreinda þrjá ára-
tugi. Raunar að langmestu leyti saga innflutningshaftanm. Gjaldeyriseftirlit,
innlend vöruskömmtun, verðlagshömlur og einkasölur koma við sögu í leið-
inni, svo og fjárfestingarhöft að því leyti sem sömu stofnanir fjölluðu um þau
og innflutningshöftin; en höft á fjármagnsmarkaði og vinnumarkaði eru síð-
ur til umræðu, hvað þá tollvernd. „Inn í sjálfa haftasöguna" er, að sögn
káputexta, „tvinnuð almenn efnahags- og stjórnmálasaga tímabilsins," og
má það til sanns vegar færa um ýmis höfuðatriði.
Frumkvæði að samningu bókarinnar áttu, að sögn höfundar, samtökin
Viðskipti og verslun, sem Verslunarráð stendur að ásamt öðrum samtökum og
stofnunum kaupsýslumanna og verslunarfólks. Er bókin gefin út í 200 ára
minningu afnáms einokunarverslunar Ðana á Islandi. Höfundur telur það
tilgang sinn að „setja saman læsilegt yfirlit" þar sem er „víða farið fljótt yfir
sögu", en ekki „hlutlaust" rit í þeim skilningi að öllum sjónarmiðum sé gert
jafn hátt undir höfði" (bls. 9). Það stendur líka heima, að bókin flytur feimn-
islaust boðskap viðskiptafrelsis og gerir málstað þeirra að sínum sem gagn-
rýndu innflutningshöftin og framkvæmd þeirra.
Raunar er sjónarhóll frásagnarinnar býsna einhliða valinn hjá sjálfstæðis-
mönnum og kaupmannastéttinni, en gagnrýni á haftakerfið úr öðrum áttum,
svo sem frá samvinnumönnum, minni gaumur gefinn. Nú er það, eins og
Snorri segir, „háttur skálda að lofa þann mest er þá eru þeir fyrir," og víst
koma viðhorf bókarinnar mætavel heim við afstöðu þeirra hagsmunasam-
taka sem að gerð hennar standa. En ekki er að efa, að Jakob sé einlægur í fylgi
sínu við málstaðinn, og hafi hann einmitt þess vegna valist til verksins. Er
það enda bæði algengt og eðlilegt að ritað sé um söguleg efni út frá sjónarhóli
verkbeiðanda, og tjáir ekki að gera sig hissa eða heilagan yfir því meðan ekki
er farið offari í hlutdrægninni. Sagan er ein af leiðum okkar til að hugsa um
samfélagsmál, og því liggur beint við að sjónarmið og hagsmunir í samtím-
anum séu prófuð - og boðuð - með því að skrifa út frá þeim sögu. Jafnsjálf-
sagt er, að fylgjendur annarra skoðana og hagsmuna leiti höggstaðar á slíkn
sagnaritun, en á hvorum tveggja hvílir sú skylda að virða heimildir og forð-
ast blekkingar.
I
Jakob skiptir frásögn sinni í 30 kafla, sem eru hver um sig skýrt mörkuð
heild, stutt og aðgengileg til lestrar. Efninu er skipað í tímaröð að mestu; oft
fjalla þó nokkrir kaflar um mismunandi málefni sama stutta tímabils, en lítið