Saga - 1989, Blaðsíða 221
RITFREGNIR
219
er um að söguþráður eins kafla sé spenntur yfir lengri tíma, nema helst þegar
fjallað er um einkasölur.
Lýst er upphafi innflutningshafta 1931, en breið og rækileg verður frásögn-
in frá stjórnarskiptum 1934, enda haftakerfið miklu víðtækara eftir það.
Stjómarskipti ráða síðan aðaláföngum í frásögninni: 1939, 1944, 1947, 1950,
1956, 1959, og hefur höfundur einkum horn í síðu stjórnanna 1934-39,1947-
49 og 1957-59.
Um heimildanotkun Jakobs er það að segja, að rækileg efnissöfnun liggur
að baki ritinu, og er m. a. byggt á merkilegum óbirtum skjölum úr fómm við-
skiptaráðuneytis og Verslunarráðs. Jakob hefur sérstaklega lagt sig eftir að
kanna deilur og umræður um haftastefnuna, og freistast til að taka upp mik-
ið af því sem hann finnur vel sagt eða krassandi henni til hnjóðs. Par dregur
hann sig nokkuð í hlé og gerir orð heimildanna að sínum. Sú aðferð hefur
vemlega galla. Það fer að jafnaði ekki saman, að orðheppnustu og illvígustu
innleggin í stórpólitíska deilu séu um leið gleggsta skýringin á deiluefninu
og trúverðugust um staðreyndir þess. Þar á ofan verður mjög erfitt, þegar
heimildimar em svo mjög látnar tala sjálfar, að skipa efninu í þægilega röð.
Þ*r endurtaka hver aðra, og þær tæpa á atriðum sem höfundur hefur ekki
haft svigrúm til að útskýra.
Framsetning Jakobs einkennist af mikilli notkun orðréttra tilvitnana. Bæði
em þær feikilega margar, að jafnaði nærri tvær á hverri síðu, og algengt að
þær séu langar, spanni heilu og hálfu síðumar. Nokkrir kaflar byrja á gæsa-
löppum, og meirihluti þeirra endar á annars manns orðum en bókarhöfund-
ar. Auk þess sem Jakob tekur upp orðalag samtímaheimilda, eins og fyrr er
að vikið, er hitt ekki síður aðferð hans að láta lærimeistara sína taka orðið og
gera túlkun þeirra að sinni. Það er þá oft Ólafur Bjömsson eða Gylfi Þ. Gísla-
son, Birgir Kjaran eða Pétur Benediktsson; Benjamín Eiríksson, Jóhannes
Nordal og Jónas Haralz koma einnig fyrir í þessu hlutverki; gripið er til
Hayeks, og umfjöllun um áætlunarbúskap lýkur með tveimur blaðsíðum frá
Hannesi Gissurarsyni, og má segja að val Jakobs á átorítetum sverji hann
ookkuð í frjálshyggjuættina.
Lengst gengur tilvitnananotkun Jakobs í 23. kafla, sem er 14 bls. á lengd,
þar af u. þ. b. 18 línur eigin orð höfundar, hitt tekið orðrétt úr fjómm blaða-
greinum.
II
Vísað er til heimilda að orðréttu tilvitnununum, en ekki að öðrum efnisatrið-
um, og koma tilvísanir í einu lagi að bókarlokum, ásamt skrá um helstu
heimildir.
Við erum vönust því að skrifa annað hvort með tilvísunum - líkt og rit-
gerðir í Sögu - eða ekki. Millileið Jakobs, að tilfæra aðeins heimildir að bein-
um tilvitnunum, getur þó átt vel við í yfirlitsritum. Tilvísunum með fræði-
uiannlegu sniði verður ekki með góðu móti við komið nema í rækilegri
umfjöUun, þar sem ráðrúm er til að aðgreina staðreyndir og túlkun og jafnvel
rökræða heimildir hverja fyrir sig. Þegar hraðar er farið yfir, verður textinn
að miklu leyti að alhæfingum, þar sem byggt er á mörgum heimildum í senn