Saga - 1989, Qupperneq 222
220
RITFREGNIR
og torvelt að aðgreina þær í tilvísunum. Þegar höfundur ákveður, þrátt fyrir
allt, að skrifa um yfirgripsmikið efni með fullkomnum tilvísunum, fer varla
hjá því að það hafi áhrif á framsetningu hans, knýi hann til að setja stað-
reyndirnar fram sem einangraðastar til að geta stutt þær með heimildavísun-
um. Þessi áhrif getur verið full ástæða til að forðast. En orðréttar tilvitnanir
eru í eðli sínu einangraðar, og því er minna unnið við að sleppa vísunum til
heimilda að þeim.
Jakob hefur í þessu efni valið sér aðferð við hæfi. Þó veit ég ekki nema það
valdi einhverju um hinh mikla fjölda beinna tilvitnana, að erfitt er í þessu
kerfi að gera grein fyrir heimild öðru vísi en að taka eitthvað úr henni orðrétt.
III
Áherslur Jakobs í þessari bók eru fremur stjórnmálalegar en efnahagslegar.
Haftastefnan er í hans augum svo hrapallega röng, að það freistar hans sjald-
an að rekja í neinum smáatriðum útfærslu hennar eða áhrif eða skýra þau rök
sem til hennar leiddu. Hann lætur sér nægja að lýsa megindráttum í fram-
kvæmd haftanna og draga auk þess fram sem blöskranlegust dæmi um vit-
leysuna, án þess að fara mikið út í það hvort þau séu endilega dæmigerð eða
ýkjulaus. „Fimm stæltir karlmenn sátu við að verðleggja hattfjaðrir og
permanenthárgreiðslu." Þessa speki, úr nafnlausri ádeilugrein í blaðinu
Frjálsri verslun, sér Jakob (bls. 236) ástæðu til að skáletra.
Skopteikningar, bæði erlendar og úr Speglinum, sem talsvert er birt af, lífga
upp bókina, og eiginlega falla þær líka vel að heimildanotkun Jakobs.
Nú á ritdómari helst ekki að bera á torg óskir sínar um að höfundur hefði
ritað aðra bók en hann kaus að semja. Þó verð ég að segja, að sjálfur hefði ég
verið forvitnari um haftasögu, sem minna hefði flutt af haftapexi og blöskr-
unardæmum, en meira af hagsögulegum útskýringum. Og þá ekki síst um
haftaskipulagið sem dæmi um kvótakerfi, en þá hlið málsins hefur samtíminn
gert athyglisverðari en var um skeið. En þetta er smekksatriði, og vissulega
má finna hjá Jakobi ágæt hagsöguleg atriði, eins og ábendingu hans (bls. 255)
um tengsl vöruskorts 1947-50 og blómlegrar bókaútgáfu.
Eitt hagfræðilegt atriði ber Jakob sérstaklega fyrir brjósti, en það er „raun-
hæf" gengisskráning sem eflt hefði „gjaldeyrisatvinnuveginn" - en svo er
sjávarútvegurinn gjarna nefndur í bókinni. Jakob er sannfærður um, að með
nógu lágu gengi hefði mátt komast hjá verslunarhöftunum, jafnvel í heims-
kreppunni. (Að vísu telur hann, að einhver höft hefðu verið óhjákvæmileg í
stríðinu.) Hann er samkvæmt því mjög ánægður með gengisfellingarnar
1939 og 1950 (sem fá hvor sinn sérstaka kafla) og að sjálfsögðu 1960, þegar
viðreisnin, með sinni miklu gengisfellingu, markar endalok haftatímabilsins.
Raunar jaðrar við oflof þegar Jakob ræðir að bókarlokum um „jafnvægis-
búskap Viðreisnarstjórnarinnar" og segir (bls. 356):
Næstu ár [eftir að Ólafur Thors lét af embætti, þ. e. 1963] urðu eitt-
hvert mesta framfaraskeið í sögu þjóðarinnar. Með réttri gengis-
skráningu og markvissri peningamálastjóm var unnt að halda verð-
bólgunni í skefjum . . . Þar með var lagður grunnur að auknum hag-
vexti og sköpuð skilyrði til margvíslegra umbóta.