Saga - 1989, Page 223
RITFREGNIR
221
Hér ber ekki skuggann á, og óneitanlega er það freistandi stílbragð að stilla
upp svo fagurri andstæðu við endann á þrautagöngu haftastefnunnar. En
hversu nákvæm er þessi lýsing? „Rétta" gengisskráningin var einfaldlega
fast gengi, þrátt fyrir verðbólgu, sem illa gekk að halda í skefjum, en sjávar-
útvegurinn stóðst í bili vegna síldarævintýrisins. Frá 1963 til 65 hækkaði
raungengi krónunnar milli ára um 12,5% og 10%, og hefur ekki nema einu
sinni síðan hækkað svo mjög á tveimur árum. (Már Guðmundsson í Fjár-
málatíðindum 1987, bls. 167.) Verðbólga sömu ár var 20% og 7%; raunar
komst verðbólga á viðreisnarárunum aldrei niður fyrir 10% nema eitt ár í
senn. í janúar 1964 segir Gylfi Þ. Gíslason (Hagsæld, tími og hatningja, bls. 32-
33) að hagvöxtur hafi „verið hægari á íslandi undanfarin ár en í flestum öðr-
um Evrópulöndum", og sá vöxtur auk þess mest „staðið í beinu sambandi
við nýja fiskveiðitækni og bætt aflabrögð," þ. e. síldarævintýrið. „En verð-
bólgan og þær efnahagsástæður allar, sem henni hafa fylgt, hafa á margvís-
legan hátt torveldað aðrar tegundir hagvaxtar ..." Hér held ég sem sagt að
Jakob hafi verið of fljótur að slá fastri of einfaldri túlkun.
Það mun vera býsna flókið mál, hverju lággengisstefna ein sér hefði áork-
að í kreppunni, en hitt fer ekki á milli mála, að gengisfellingin 1939 var meira
en tímabær (þótt svo vildi til að skömmu síðar væri gengi krónunnar miklu
fremur of lágt en of hátt vegna gjörbreyttra aðstæðna, en gengismál á stríðs-
árunum fer Jakob lítið út í). Þó var hún fjarska umdeild aðgerð, og var and-
staðan einmitt hörðust frá kaupsýslumönnum í Sjálfstæðisflokknum, þeim
sömu og að jafnaði eru Jakobs menn í haftamálunum. Frá þessu máli kemst
Jakob ljómandi vel, gerir í stuttu máli grein fyrir málstað kaupmannanna
(bls. 116) og gerir hann skiljanlegan án þess að fallast á hann. Víða annars
staðar leggur Jakob hins vegar tilfinnanlega litla rækt við málstað andstæð-
inga sinna, lýsir honum helst þannig að sem best liggi við höggi.
IV
Ræktarleysis við málstað andstæðinga gætir hvað tilfinnanlegast þegar um
cr að ræða reipdrátt samvinnuverslunar og einkaverslunar. Þar gengu
klögumálin á víxl, eins og við var að búast þegar starfsemi innflutningsversl-
unar hafði verið takmörkuð með kvótaskiptingu, og skipa þau mál, eins og
vera ber, alláberandi sess í riti Jakobs. En hann sér þau ævinlega frá sjónar-
bóli kaupmanna, og honum sést yfir mörg aðalatriðin í málstað samvinnu-
utanna.
Jakob gefur því gaum, að innflutningur minnkaði ekki til muna eftir stjórn-
arskiptin 1934, þrátt fyrir miklu strangari og víðtækari innflutningshöft.
Ályktun hans er (bls. 54), að höftunum væri „í rauninni ekki ætlað að draga
úr innflutningnum. . . . Markmið innflutningshaftanna virðist fyrst og
fremst hafa verið flokkspólitísklt]. Haftastjómin réri að því öllum ámm að sem
staerstur hluti verslunarinnar í landinu færðist á hendur S.l.S. . . ."Hérlítur
Jakob framhjá því, sem þó bryddir á hér og þar í frásögn hans, að þessi ríkis-
stjórn fylgdi þenslustefnu á mörgum sviðum, ekki síst í fjárfestingarmálum,
°8 markmið haftanna var að hindra þá stórfelldu aukningu innflutnings, sem
úðrum kosti myndi leiða af stjórnarstefnunni. Hvað varðar tilfærslu verslun-