Saga - 1989, Qupperneq 224
222
RITFREGNIR
ar á hendur SÍS, litu samvinnumenn svo á - og höfðu fyrir því rök sem Jakob
ætti a. m. k. að gaumgæfa - að samvinnuverslun væri í sókn í landinu og
óbreytileg kvótaskipting innflutnings hamlaði þeim vexti kaupfélagsskapar-
ins sem að öðru leyti væri grundvöllur fyrir. Auðvitað má deila um, hvort of
langt var gengið til leiðréttingar á þessu, en af frásögn Jakobs verður ekki
skilið að þarna hafi neitt verið að leiðrétta; hann sér þar aðeins „valdbeitingu,
sem á sér enga hliðstæðu í íslenskri stjórnmálasögu" (bls. 63). Sama hnitmið-
aða skilningsleysið einkennir umfjöllun hans um samvinnuverslunina bók-
ina á enda.
Hér er sagnaritara að vísu vandi á höndum. Jakob er að skrifa á vegum
kaupsýslumanna, og sjónarhóll hans er hjá kaupsýslumönnum sögutímans.
Hann segir frá hagsmunum og málflutningi „sinna manna", og sá málflutn-
ingur er auðvitað oft einhliða og ýktur. Petta er sami vandinn og hjá þeim
sem væri að skrifa um haftakerfið í ævisögu einhvers haftapostula eða sögu
einhvers stjórnmálaflokksins - eða t. d. í sögu SÍS. I slíkri sagnaritun hlýtur
hinn sjálfgefni sjónarhóll að móta hlutföll og áherslur; kannski verður sagan
með því móti aldrei óhlutdræg, en það er hægt að gæta jafnvægisins skár en
þetta.
Helgi Skúli Kjartansson
Jón Jónsson: HAFRANNSÓKNIR VIÐ ÍSLAND I. Frá
öndverðu til 1937. Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Reykjavík
1988. 340 bls. Myndir, kort, línurit og skýringarmyndir.
Útdráttur á ensku, margvíslegar skrár.
Ritið, sem hér er til umfjöllunar, er fyrra bindi sögu hafrannsókna við ísland
og nær yfir u.þ.b. sex aldir, frá miðbiki 13. aldar og fram til 1937. Bókin skipt-
ist í tíu meginkafla, sem allir skiptast í allmarga undirkafla, og fjallar fyrsti
meginkaflinn, sem ber yfirskriftina: Frá Konungsskuggsjá til ]óns Grunnvíkings,
yfir tímabilið frá því Konungsskuggsjá var á bók fest og til þess er Jón Ólafsson
frá Grunnavík ritaði Fiskafræði sína - Ichtographia Islandica, í Kaupmanna-
höfn, en dönsk útgáfa handritsins er dagsett 3. september 1737.
I þessum kafla, sem nær yfir 39 blaðsíður, er samandregið allt það, sem vit-
að er að ritað hafi verið um lífríki hafsins við ísland á þessu tímabili. Margt
var það að sönnu þjóðsagnakennt og blandið hindurvitnum, en Jón Jónsson
sýnir fram á, að þessa tíma menn vissu ótrúlega mikið um hafið og það líf,
sem í því hrærðist, þrátt fyrir að rannsóknir þeirra, ef nota má það orð, væru
ærið frumstæðar. Þeir þekktu nöfn á flestum fiskum, þótt þau hafi ekki öll
staðist tímans tönn, og þeir veittu athygli því sem óvenjulegt var í hegðun
sjávar og sjávardýra. Vísindi þeirra voru reynsluvísindi, þekkingin erfðist
frá einni kynslóð til annarrar, tók breytingum um leið og hún óx, en varð
ekki kerfisbundin.