Saga - 1989, Síða 225
RITFREGNIR
223
Skipulegar rannsóknir á náttúru íslands hófust á síðari hluta 18. aldar, og
fóru þar saman náttúrufræðilegar rannsóknir og hagfræðilegar athuganir, er
beindust að því að kanna, hvernig best yrði staðið að efnahagslegri endur-
reisn landsins. Af því tilefni fóru um landið ýmsir ágætir vísindamenn, á
þeirra tíma mælikvarða, og munu þeir Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson þar
einna kunnastir nútímamönnum. í Ferðabók sinni fjölluðu þeir allmikið um
fiska og annað líf í hafinu, auk þess sem þeir greina frá hafísnum og ýmsum
fyrirbærum, sem mönnum höfðu fram til þess tíma verið lítt skiljanleg. í
ýmsu studdust þeir við rit eldri manna, t.d. Jóns Grunnvíkings, en gagn-
rýndu þau einnig og bættu mörgu nýju við þekkingu manna.
Nokkru eftir að þeir Eggert og Bjarni ferðuðust um landið, kom hingað
Ólafur Ólafsson (Olavius) frá Eyri í Seyðisfirði vestra og kannaði útgerðar-
hætti. Hann fjallar að vísu lítið um náttúrufræði, en gerir í riti sínu glögga
grein fyrir fiskveiðum fslendinga á þessum tíma, segir frá fiskimiðum og
greinir nokkuð frá því sem hann nam af athugulum mönnum um fiskigöng-
ur. Veitir Ferðabók hans því glöggar upplýsingar um ýmsa þætti í lífríki hafs-
ins og sama máli gegnir um rit Skúla Magnússonar landfógeta, sem er
nokkru yngra en Ferðabók Olaviusar. Árið 1786 kom svo út rit færeyska nátt-
úrufræðingsins Nicolais Mohrs um náttúru íslands, og var það fyrsta eiginlega
íslenska náttúrufræðin, þar sem beitt var þeim vísindalegu aðferðum, sem
þekktar voru á þessum tíma. Jón Jónsson gerir glögga grein fyrir öllum þeim
ntum, sem hér hafa verið nefnd, og sömuleiðis fyrir ritum og rannsóknum
Sveins Pálssonar læknis, sem ferðaðist um landið á síðasta áratug 18. aldar.
f þriðja kafla greinir frá rannsóknum á tímabilinu frá því skömmu eftir
1820 og fram yfir 1860 og er þar m.a. fjallað um fyrstu athuganir á hafstraum-
um við fsland og áhrifum þeirra. f fjórða kafla segir svo frá hafrannsóknum
°g skrifum um dýrafræði íslands á árunum 1874-1908, en á því tímabili má
segja, að skipulegar hafrannsóknir hefjist hér við land. Þar áttu Norðmenn
°g Danir mestan hlut að máli og sendu marga rannsóknarleiðangra hingað,
°g undir lok tímabilsins kom fyrsti íslenski fiskifræðingurinn til starfa, Bjarni
Sæmundsson. Höfundur greinir ýtarlega frá rannsóknarstörfum og ritum
bjarna og segir þar m.a. frá fyrsta íslenska hafrannsóknarleiðangrinum. Þá
eru kaflar um sjómælingar við ísland og gerð sjókorta, um norskar hafrann-
sóknir í hafinu milli fslands og Noregs á árunum 1859-1914, sérstakur kafli
er um erlendar hafrannsóknir við fsland 1924-39, og loks er kafli um haf-
mnnsóknir á vegum Fiskifélags íslands á árunum 1931-37 og störf Árna
Friðrikssonar á þess vegum.
Eins og sjá má af þessari upptalningu er hér um mjög yfirgripsmikið rit að
r*ða, enda hefur það að geyma ýtarlega samantekt á þróun þekkingar
manna á hafinu umhverfis landið, lífríki þess, eiginleikum og hegðun allt frá
því um miðbik 13. aldar og fram undir síðari heimsstyrjöld, en þá höfðu
skipulegar hafrannsóknir verið stundaðar í meira en hálfa öld. Bókarhöfund-
Ur hefur víða leitað, jafnt í íslenskum ritum sem erlendum, og greinir af
uákvæmni frá fjölmörgum vísindamönnum og öllum þeim rannsóknarferð-
um og rannsóknarniðurstöðum, sem máli skipta. Fá lesendur því glögga
mynd af því, hvemig þekking manna á hafinu jókst stig af stigi, allt frá því