Saga - 1989, Qupperneq 226
224
RITFREGNIR
„Fiskaþula" Konungsskuggsjár var færð í letur og framundir okkar daga. Pað
eitt er einkar fróðlegt og þá ekki síður að fylgjast með þróun rannsóknarað-
ferða og tækja, en frá slíku segir glögglega í bókinni.
Sá sem þessar línur ritar hefur því miður ekki nægilega þekkingu á nátt-
úrufræðum til að geta gagnrýnt frásagnir höfundar á því sviði, en þorir hins
vegar að fullyrða, að sú hlið bókarinnar, sem að sagnfræðinni snýr, er unnin
af vandvirkni og hvergi neitt missagt. Ég hef að vísu aldrei kunnað vel við þá
aðferð sem nafni minn notar við tilvísanir, þ.e. geta aðeins útgáfuára bóka og
ritgerða í sviga á eftir höfundarnafni í meginmáli, vil heldur hafa tilvísanir
neðanmáls. Það er þó nánast smekksatriði, og heimildaskrá er vel og
nákvæmlega unnin.
Eins og að líkum lætur um svo yfirgripsmikið rit er efnið víða mjög sam-
þjappað, þótt vissulega mætti færa fyrir því rök, að stytta hefði mátt suma
kafla, án þess það skaðaði bókina í heild. Á það einkum við um tvo fyrstu
meginkaflana, þar sem fjallað er um skrif og rannsóknir fyrir 19. öld. Slíkt er
þó ávallt smekksatriði og allir hljóta að fallast á, að Jóni Jónssyni hafi tekist
einkar vel upp við samningu þessa rits. Það er í senn ljóst og skemmtilegt
aflestrar, mjög fróðlegt, og höfundi tekst að segja svo frá þurrum vísindaleg-
um staðreyndum, að hver leikmaður hefur bæði gagn og gaman af. Margar
gamlar myndir prýða bókina, og munu fæstar hafa birst á prenti áður. Er að
þeim mikill fengur. Sama máli gegnir um fjölda korta, línurita og annarra
skýringamynda, sem auka mjög notagildi ritsins og auðvelda leikmönnum
að átta sig á ýmsu því, sem um er fjallað.
I bókarlok er stuttur útdráttur á ensku og skrár um heimildir, mannanöfn,
atriðisorð og landfræðiheiti. Eru þær allar hinar gagnlegustu. Allur frágang-
ur bókarinnar er með ágætum.
Þetta fyrra bindi sögu hafrannsókna við ísland er eljuverk, og í síðara
bindinu, sem þegar er komið vel á veg, mun fjallað um tímabilið eftir 1937, er
hafrannsóknir íslendinga komust fyrst á legg fyrir alvöru. Þar var Jón Jóns-
son virkur þáttakandi nánast frá byrjun og getur því miðlað okkur af eigin
reynslu ekki síður en annarra.
]ón P. Pór
Magnús Guðmundsson: ULL VERÐUR GULL. ULLAR-
IÐNAÐUR ÍSLENDINGA Á SÍÐARI HLUTA 19. ALDAR
OG Á 20. ÖLD. SAFN TIL IÐNSÖGU ÍSLENDINGA, 2.
bindi. Ritstjóri Jón Böðvarsson. Reykjavík 1988. 452 bls.
Margvíslegar skrár og töflur.
Iðnsaga íslendinga er sjálfstæð stofnun undir beinni stjórn menntamálaráð-
herra. Ritstjóri ákveður efnisval í Safn til iðnsögu íslendinga. Eru nú komin út
rit um þrjár iðngreinar. Svo er að skilja, að safn sögu iðngreina eigi að verða
grundvöllur yfirlitsrits um iðnsögu íslendinga. Um fyrstu iðngreinina,