Saga - 1989, Síða 228
226
RITFREGNIR
Styrjaldarástand veitti ullariðnaðinum tvívegis aukinn þrótt í ýmsum
myndum. í fyrra skiptið entist hann nokkur fríverzlunarár eftir 1920, en eftir
seinni heimsstyrjöldina naut innflutningshafta um skeið. Ástæða hefði verið
til að gera grein fyrir hlut innlendra fata miðað við innflutt föt á stríðsárunum
með samanburði við hlutföllin fyrir stríð til að glöggva sig á því, hvort þjóðin
hefði staðið tæpt með klæði, ef ekki hefði notið við innlends hráefnis, tækja
og verkkunnáttu.
Það er merkilegt rannsóknarefni hvernig þróun atvinnuhátta hófst eftir
aldalanga kyrrstöðu. Hvað kom nýsköpun af stað, hverjir áttu þar frum-
kvæði og hverjir héldu að sér höndum eða spyrntu við fæti? Höfundur hefur
orðið að glöggva sig á vinnubrögðum fyrri tíðar til að skilja hvaða ráðstafanir
áttu við á hverjum tíma til framþróunar ullariðnaði. Þess vegna er illt til þess
að vita að hann skyldi ekki beita kunnáttu sinni til að meta ullariðnaðinn á
18. öld. í umræðum um stofnun ullarverksmiðju á alþingi 1889 komu fram
skiptar skoðanir um það hver reynslan hefði verið. Höfundur hefði átt að
geta skýrt hvað brást, svo sem hvort tækin hafi verið óhentug fyrir íslenzka
ull, hvernig afurðimar voru bornar saman við heimagerð föt og hverju
örðugar samgöngur og verzlunarhættirnir hafi ráðið þar um. Stóðst iðnaður-
inn sjávarútveginum ekki snúning? - Höfundur bendir þó á þann ávinning
sem þjóðin hafði af tækjum sem breiddust um landið frá þessum iðnrekstri.
Tryggvi Gunnarsson útvegaði tvo fullkomna handvefstóla til landsins um
1880. Annar þeirra var notaður í nokkur ár á bæ einum á Fljótsdalshéraði, en
hinn stóð ónotaður á Akureyri. Hvers vegna skyldi ekki hafa orðið meira úr
þeirri tilraun? I kaflanum um tóvélaverkstæði segir (bls. 20) varðandi hvernig
tekið var undir ábendingar um nauðsyn þess að efla atvinnu og framfarir á
19. öld, að „bændur, sem að heita má réðu öllu á Alþingi, héldu mjög að sér
höndum þegar verklegar framkvæmdir bar á góma." Ekki er vísað til heim-
ilda um tómlæti þeirra. Hins vegar brá svo við þegar rekstur tóvéla hófst, eft-
ir 1880, að helzt stóðu þar að bændur og samtök þar sem þeir máttu öllu ráða,
nefnilega sýslunefndir og kaupfélög og samband þeirra. (í frásögn af tóvél-
um í Ólafsdal (2.5) segir frá umræðum í sýslunefndum um málið, en ekki
hvort þær hafi, ein eða fleiri, lagt því máli lið). Enn er þess að geta að reynsl-
an varð sú, að sumt af þeim fyrirtækjum sem stofnuð voru með stuðningi
þessara „bændasamtaka" báru sig ekki og komust í þrot. Kynni það að
benda til þess, að bændur hafi verið haldnir óraunhæfum framfaravilja?
Hagsmunir þeirra voru tvíþættir í þessu efni: Þeir voru hrávöruframleiðend-
ur og vélvæðing ullarvinnslunnar styrkti heimilisiðnað þeirra.
Rangt er það sem segir í samantekt kaflans um klæðaverksmiðjur og dúka-
vefnað (bls. 151), að hugmynd um að koma á fót ullarverksmiðju er gæti ofið
dúka hafi ekki fengið hljómgrunn hjá meiri hluta alþingismanna árið 1889.
Tillaga um lánveitingu til slíkrar verksmiðju var samþykkt með 19 samhljóða
atkvæðum í neðri deild, en felld í efri deild með 10 atkvæðum gegn einu.
Vegna hugmyndar höfundar um tómlæti bænda er ástæða til að benda á það,
að í efri deild var helmingur þingmanna konungkjörinn, en í neðri deild
voru allir þingmenn þjóðkjörnir, og mátti kalla flesta hina þjóðkjörnu
bændakjöma. Þá sátu í efri deild þingmenn þéttbýlustu kjördæmanna,