Saga - 1989, Side 229
RITFREGNIR
227
Reykjavíkur og Vestmannaeyja, og mæltu báðir gegn ullarverksmiðjurekstri
hér á landi.
„Fulltrúar Sambands íslenskra samvinnufélaga (SÍS) munu snemma hafa
fengið áhuga á eflingu íslensks ullariðnaðar, enda þurftu þeir að horfa upp á
það að óunnin ull væri flutt úr landi og mikið af erlendum fatnaði selt á upp-
sprengdu (svo) verði í kaupfélögum víðs vegar um land." Svo segir á bls.
134, og síðan hvernig það bar að að Sambandið eignaðist klæðaverksmiðjuna
Gefjuni á Akureyri árið 1930, sem hafði frá 1924 búið við minnkandi eftir-
spurn „með auknum innflutningi og lækkandi verðlagi á fataefnum" (bls.
130). í þeirri frásögn er sú ályktun höfundar, að Jónas frá Hriflu hafi „svæft
ullariðnaðarmálið um stundarsakir". Þetta er ótrúlegt og hefði þurft að rök-
styðja.
Lokakaflinn fjallar um verkafólk í ullariðnaði og m.a. um kjör þess. Þar er
víða gerður samanburður á launakjörum vinnufólks til sveita í upphafi iðn-
væðingar og í iðnaði og sjávarútvegi, með vísun til Guðmundar Jónssonar,
en án eftirfarandi fyrirvara hans (Vinnuhjú á íslandi, bls. 38): „En hafa ber í
huga að ofan á kaup fólks í sveitum bættist föt, peningsfóður og fleira, sem
kaupstaðarfólk fékk yfirleitt ekki." Það sem ofan á bættist var að verðmæti
miklu meira en kaupið, að mati tóvélastjórans Magnúsar Þórarinssonar (bls.
303). - Hvaða heimild skyldi vera til að telja virka daga á ári 365, eins og
höfundur gerir við útreikninga á vinnuframlagi vefnaðarfólks til sveita? Með
verkafólki telur höfundur handprjónasambandið, en það er raunar samband
sjálfstæðra framleiðenda. Athyglisvert er að þeir hafa haft með sér samtök
um verðlag þrátt fyrir bann verðlagslaga við slíkum samtökum. Skyldi verð-
lagsráð hafa veitt þeim undanþágu, leitt málið hjá sér eða ekki vitað af því?
Margar myndir prýða bókina og eru til skýringar. Sveinbjörn sá sem sýnd-
ur er á bls. 244 var Jónsson, lengi kenndur við Ofnasmiðjuná, en ekki
Björnsson, eins og þar segir.
Þannig er gengið frá flestu í bókinni, að hún verður handhæg í notkun. Ég
hann ekki að dæma um tæknileg efni. Lýsing á útbreiðslu og áhrifum skyttu-
vefstóls (bls. 50) á síðari hluta 19. aldar er ekki í samræmi við tilvísaðar heim-
ildir. Lýsing á vinnubrögðum við prjónapeysu (bls. 97) er ekki rétt, segir
Prjónfræðingur mér.
Betur hefði þurft að lesa yfir handrit með tilliti til heimilda og málfars. Bent
skal á eftirfarandi: Kafli úr nýársgjöf Stefáns Ólafssonar í Vallanesi til Guð-
riðar litlu Gísladóttur hefur brenglazt verulega (bls. 49). Tilvísun til heimild-
ar er þar röng, heimildin sjálf gölluð og raunar einnig rangt farið með hana.
Tölur tilvísana hafa brenglazt á bls. 50. Hirðingjar eiga ekki búsetu, gæra er
unnin, menn áttu viðskipti við Gefjuni og alþingi skipaði ekki verðlagsnefnd
landbúnaðarafurða. - Víða hefði mátt fækka orðum.
í upphafi skyldi endinn skoða. Ef saga einstakra iðngreina á að verða
grundvöllur yfirlitssögu iðnaðar þarf að fjalla um aðgerðir stjórnvalda sem
uiótað hafa hverja grein. Eins og bent hefur verið á hefur þetta verið vanrækt
varðandi ullariðnaðinn frá 1931 og fram yfir 1970. Vísað er til álits og tillagna
skipulagsnefndar atvinnumála 1936 um aðgerðir til stuðnings iðnaði, en ekki
gerð grein fyrir því hvort stjórnvöld unnu að málinu í samræmi við það.