Saga - 1989, Síða 240
238
RITFREGNIR
Sigfús Haukur Andrésson: VERZLUNARSAGA fS-
LANDS 1774-1807. UPPHAF FRÍHÖNDLUNAR OG
ALMENNA BÆNARSKRÁIN I-II. Verzlunarráð fslands.
Fjölsýn Forlag. Rvík 1988. 860. bls. Myndir, skrár.
Verslunarsaga fslands á fyrri öldum hefur verið talsvert í brennidepli undan-
farin misseri. Árið 1987 kom út íslensk gerð doktorsrits Gísla Gunnarssonar
um einokunarverslun og íslenskt samfélag 1602-1787.' Talsverð umræða
hefur verið um rit Gísla á opinberum vettvangi, bæði í tímaritinu Sögu og í
dagblöðum, allt frá því að ensk gerð þess kom út árið 1983.1 2 Ritið boðaði að
mörgu leyti nýja túlkun á samfélagsaðstæðum hérlendis á 17. og 18. öld,
einkum hvað varðar innri fyrirstöðu gegn nýsköpun atvinnu- og búsetu-
hátta. Sænski sagnfræðingurinn Harald Gustafsson komst í doktorsriti sínu
um stjórn íslandsmála á 18. öld að nokkuð sambærilegum niðurstöðum um
samfélagsgerðina og völd embættismanna, en rit hans hefur ekki - enn sem
komið er a.m.k. - valdið eins mikilli opinberri umræðu og rit Gísla.3
Rit Sigfúsar Hauks Andréssonar um verslunarsögu íslands 1774-1807 tek-
ur að vissu leyti við þar sem riti Gísla Gunnarssonar sleppir. Að vísu gerir
Sigfús Haukur ítarlega grein fyrir síðasta skeiði einokunar, konungsverslun
síðari 1774-87, sem líta má á sem e.k. undanfara fríhöndlunar. Umfjöllun
hans um landshagi og umræður um skipan verslunarmála á lokaskeiði ein-
okunar nær þó víða lengra aftur í tímann, eða allt til miðrar 18. aldar. Sama
gildir um lok þess tímabils sem hann hefur rannsakað. Þar nær umfjöllunin
oft lengra fram í tímann en til 1807, þannig miðar hann t.d. við árið 1816 í
löngum kafla um inn- og útfluttar vörur á tímabilinu (bls. 161-263) og í köfl-
um um einstaka verslunarstaði (bls. 437-620) og tollamál (bls. 679-83) nær
umfjöllunin í sumum tilvikum fram á fjórða tug 19. aldar.
Rit Sigfúsar Hauks ber þess ýmis merki að vera árangur áratugalangrar
heimildavinnu. Ritið er óhemjumikið að vöxtum, ríflega 850 drjúgar lesmáls-
síður. Skrá um óprentaðar heimildir fyllir átta síður og sýnir glöggt hversu
víða hefur verið leitað fanga, bæði hérlendis og í Danmörku. Skrá um prent-
aðar heimildir fyllir á níundu blaðsíðu.
Hvernig ber ritdómari sig að því að fjalla um rit sem þetta? Engin tök eru
1 Gísli Gunnarsson, Upp er boðið tsaland. Einokunarverslun og íslenskt samfélag
1602-1787. Rvík 1987.
2 Sjá t.d. Arnved Nedkvitne, „Einokunarverslunin á íslandi og Finnmörku", Saga
XXIII, 1985, bls. 195-208, Gísli Gunnarsson, „Pættir úr verslunarsögu íslands og
Norður-Noregs fyrir 1800", Saga XXIII, 1985, bls. 208-224. Bjöm S. Stefánsson,
„Forsendur og fyrirstaða nýsköpunar á 17. og 18. öld", Saga XXVI, 1988, bls.
131-51.
3 Harald Gustafsson, Mellan kung och allmoge, -dmbetsman, beslutsprocess och inflytande
pá 1700-talets Island. Stockholm 1985. Sjá einnig grein Haralds, „Islands Opkomst",
„Handelens Flor" och „Kongens Cassa". „Beslutsprocess kring islandshandeln
1733-1774", í Kalle Báck o.fl. Skog och brdnnvin. Studier i naringspolitiskt beslutsfatt-
ande i Norden pi 1700-talet, Oslo 1984.