Saga - 1989, Page 242
240
RITFREGNIR
íslenska samfélagsgerð og völd og áhrif embættismanna. Með því hefði verið
lagður traustari grunnur að samfélagsgreiningu höfundar og ýmislegt sem
síðar er drepið á í ritinu hefði orðið skiljanlegra. Pessu til stuðnings skal
nefnt eitt dæmi.
í öðrum kafla verksins, sem fjallar um konungsverslun síðari, er rætt um
andstöðu embættismanna við að íslendingar réðu sig í þjónustu verslunar-
innar, en ætlun stjórnvalda var að með störfum á hennar vegum lærðu
landsmenn siglingar, veiðar á þilskipum, verslunarstörf o.fl. Verslunin
skyldi þannig miða að eflingu nýrra atvinnuvega í landinu. 1 þessu sambandi
víkur Sigfús Haukur að sífelldum kvörtunum íslenskra bænda og embættis-
manna um vinnuaflseklu og nauðsyn vistarbandsins (bls. 75). Hér er komið
að efni sem þeir Gísli Gunnarsson og Harald Gustafsson hafa ásamt fleirum
fjallað um. Þeir hafa báðir haldið því fram að valdastaða íslenskra embættis-
manna hafi m.a. grundvallast á því að formgerð bændasamfélagsins breytt-
ist ekki. Þótt þeir væru hlynntir framförum að vissu marki óttuðust þeir allar
breytingar á búsetuháttum og löggjöf um lausamenn, húsmenn og vinnu-
hjú. Til þessara niðurstaðna tekur Sigfús Haukur ekki afstöðu, tengir
þær ekki umfjöllun sinni og lætur þar af leiðandi hjá líða að skýra afstöðu
embættismanna og stórbænda til vinnu fólks við verslunina út frá samfélags-
stöðu þeirra og sérhagsmunum.
Þá er það galli á inngangskafla að í honum er ekki gerð nein skipuleg grein
fyrir skipan stjórnsýslu hérlendis og í Danmörku. Þar sem í ritinu er eðlilega
oft vísað til afgreiðslu mála í ýmsum stjórnarstofnunum í Danmörku hefði
verið nauðsynlegt að gera rækilega grein fyrir uppbyggingu stjórnkerfis kon-
ungs og því hvaða breytingar urðu á verksviði ýmissa stjórnarskrifstofa og
embættismanna á tímabildnu. Sigfús Haukur nefnir á víð og dreif ýmis dærm
um þetta, en það hefði verið til hægðarauka fyrir lesendur sem ekki eru
gagnkunnugir íslenskri sögu á 18. öld að geta gengið að yfirliti um þetta efni.
Rit Sigfúsar Hauks tekur nánast til allra þátta íslenskra verslunarhátta er
máli skipta á tímabilinu 1774-1807. Hann fjallar um verslunarmenn, verðlag,
gjaldmiðil, mál og vog og ýmsa verslunarhætti á dögum einokunar og 'fn-
höndlunar. Hann greinir frá tildrögum fríhöndlunar og umskiptunum sem
fylgdu breyttu verslunarfyrirkomulagi. Hann ræðir framkvæmd fríhöndlun-
ar og verslun á öllum verslunarstöðum í landinu á tímabilinu. Þá fjallar hann
um samgöngur og viðskipti innanlands og milli íslands og annarra landa og
brýtur að lokum til mergjar almennu bænarskrána, tildrög hennar og eftir-
mál. Að lokum dregur hann saman niðurstöður í kafla er ber heitið „Litazt
um að leiðarlokum".
í öllum þessum köflum er að finna mikinn fróðleik um verslun á íslandi i
lok 18. aldar og í upphafi hinnar 19. Lengstu kaflar verksins fjalla um „inn-
fluttar og útfluttar vörur" (bls. 161-263), „verslun í hinum ýmsu landshlut-
um" (bls. 437-620) og „almennu bænarskrána" (bls. 685-798). Samtals eru
þessir kaflar 398 blaðsíður að lengd, eða tæpur helmingur verksins. Verður
því fjallað allítarlega um þá hér á eftir.
{fimmta kafla ritsins fjallar Sigfús Haukur um nánast alla vöruflokka sem
verslað var með hérlendis á því tímabili sem ritið tekur til. Höfundur reynu