Saga - 1989, Qupperneq 246
244
RITFREGNIR
mundur Gíslason Hagalín beitti þessari aðferð einna fyrstur manna í seinni
tíð, en hún þekktist og til forna, eins og Sverrissaga er dæmi um. Nýjasta
afbrigði þessa forms ævisögunar eru viðtalsbækur þær, sem mikilla vinsælda
hafa notið í jólakauptíð nokkurra síðustu ára.
Bækur af þessu tagi eru um margt einfaldar í samningu, sem skýrir fjölda
þeirra í hverju bókaflóðinu eftir öðru. Skrásetjari gengur í flestum tilvikum
að efni sínu öllu á einum stað, hann sleppur við þann vanda, sem því er sam-
fara að leita uppi dreifðar heimildir og meðhöndla efnivið af ólíku tagi. Oft-
ast er úrvinnsla hans einskorðuð við að skipa efninu í sannfærandi heild,
hvað uppbyggingu og stíl snertir. Sögumaður getur hins vegar eftirlátið vön-
um manni að færa sögu sína í letur eftir einfaldri frásögn eftir því, sem
endurminningarnar koma upp í hugann eða gangur viðtala gefur tilefni til.
Viðtalsbækur gera það líka að verkum, að út eru gefnar endurminningar
margra, sem að líkindum hefðu aldrei ráðist í það stórvirki að skrá ævisögu
sína. Oftar en ekki er hér um svokallað „venjulegt fólk" að ræða, einstak-
linga, sem ekki hafa tekið þátt í því að móta atburði samtíðar sinnar með
beinum hætti og geta því ekki gert tilkall til þess, að ævisaga þeirra hafi eitt-
hvert verulegt gildi umfram persónusöguna eina sér. Út frá sjónarmiði
sagnfræðinnar hlýtur þetta að teljast jákvætt, þar eð með þessum hætti verð-
ur til heimildaefni, sem torvelt hefur verið að afla hingað til og gæti gert
fræðimönnum framtíðarinnar kleift að rita alþýðusögu í stærri stíl en mögu-
legt hefur verið til þessa. Hins vegar bjóða viðtalsbækurnar upp á fjölþætt
vandamál, þegar heimildargildi þeirra skal metið: Hvað af efni þeirra er
raunverulega komið beint frá sögumanni og hvað má aftur á móti rekja til
skrásetjara? Hversu vel hefur skráetjara tekist að koma viðhorfum, skoðun-
um og túlkunum sögumanns til skila og hversu leiðandi hefur viðtalið verið?
Hvað hefur það kallað fram hjá sögumanninum, hvernig hefur það mótað
afstöðu hans meðan á viðtalinu stóð og þar með hugsanlega breytt mati hans
á atburðum eða jafnvel viðhorfum sjálfs sín á þeim tíma, sem verið er að
segja frá hverju sinni? í flestum tilvikum má ætla, að viðtalið ráði mjög ferð-
inni við gerð slíkra bóka, sem hér er um að ræða, og valdi því miklu um efn-
isval og efnismeðferð. Þar sem viðtölin, sem þær byggjast á, virðast sjaldnast
gefa tilefni til djúpfærinnar umfjöllunar, einkennast viðtalsbækur sjaldan af
gagnrýni og vandvirkni. Löngum hefur mikið þótt skorta á þetta í hefð-
bundnum ævisögum og sjálfsævisögum. Ónákvæmnin og grunnfærnin
virðist þó almennt hafa farið í vöxt með hinum nýja ritunarhætti. Viðtals-
bækur eru oftast einungis skyndimyndir af sögumönnum á þeim tíma, sem
viðtölin eru tekin, fremur en endurminningar í eiginlegum skilningi. Þær ber
því frekar að skoða sem blaðamennsku en sagnfræði eða bókmenntir i
þröngri merkingu þeirra hugtaka, þótt einstaka snillingi hafi tekist að gera
viðtalið að fagurri list.
Þegar þess er gaett, hversu mikilvægu hlutverki ævisögur af ýmsu tagi
hafa gegnt í bókmenntalífi þjóðarinnar sem og hversu algengar þær hafa
orðið og hve markaður fyrir þær er stór, kemur það ekki á óvart, að bók um
ævi og starf Sigurbjarnar Einarssonar biskups kom út skömmu fyrir síðustu
jól. Hitt er sanni nær, að reiknað hafi verið með ævisögu hans og hennar hafi