Saga - 1989, Side 247
RITFREGNIR
245
verið beðið með vaxandi óþreyju eftir því sem fleiri ár liðu frá því hann lét af
störfum. Það kemur einnig fram í inngangi bókarinnar, að Sigurbjörn hefur
legið undir nokkrum þrýstingi í þessu efni um ára bil (bls. 9). Það er því með
mikilli eftirvæntingu, sem lesendur taka sér í hendur þessa kærkomnu 20.
aldar „biskupasögu".
Lesanda er hins vegar nokkur vandi á höndum, þegar hann hyggst gera
sér grein fyrir, hvort fremur beri að skoða það myndarlega rit, sem loks gekk
út á þrykk sem ævisögu eða viðtalsbók. Höfundur og sögupersóna hans
virðast hafa markað sér þá stefnu, að um ævisögu í hefðbundnum skilningi
skyldi vera að ræða. Kemur þetta fram í því, að höfundur eða skrásetjari seg-
ir í inngangi, að Sigurbjörn hafi látið undan þrýstingi um gerð bókarinnar
. . . með því fororði að höfundur bæri veg og vanda af textanum, en
sjálfur fyllti hann einungis úti eyður þarsem ekki væru tiltækar
skráðar heimildir (bls. 9).
í bókarlok fylgir síðan „heimildaskrá", sem telur upp tæplega 100 „heim-
ildir" af ýmsu tagi. Þá er bókin almennt ekki skráð í viðtals- eða samræðustíl,
heldur er fremur um samfellda frásögn að ræða, sem tíðum er þó rofin af
mislöngum tilvitnunum, sem oftast eru úr ritum eftir sögupersónuna eða
hafa að geyma umsagnir ýmissa samferðamanna um hana.
Að því er best verður séð takmarkast tilvísanir höfundar til heimilda að
mestu við efni af ofangreindu tagi. Með hjálp misnákvæmra upplýsinga í
meginmáli bókarinnar og samanburði við „heimildaskrána" má oftast kom-
ast að hvert slíkar orðréttar tilvitnanir eru sóttar. Aðrar tilvitnanir, sem m.a.
koma fram í inngangi og lokakapítula bókarinnar, eiga aftur á móti sýnilega
rætur að rekja til viðtala skrásetjara við sögumann. Hvergi er hins vegar
skýrt frá umfangi þeirra eða notkun við gerð bókarinnar að öðru leyti en því,
að í inngangi er getið um „samtöi" höfundar og sögupersónu (bls. 13), enda
gerir ofangreind vinnuregla ráð fyrir að byggt verði á slíku efni öðrum þræði.
Sá grunur leitar óneitanlega á, að viðtöl skrásetjara við sögumann hafi
skipað mun veigameiri sess við gerð bókarinnar en yfirlýsing höfundar í inn-
gangi hennar gefur tilefni til að ætla. Efnið er hvergi unnið dýpra en eðlilegt
væri að gera í viðtali. Frásagan er víða mjög losaralega upp byggð, meðal
annars á þann hátt, að tíðum eru gerðir langir útúrdúrar, sem eðlilegir og lif-
andi væru í tveggja manna tali, en koma spánskt fyrir í prentuðum texta (sjá
t-d- bls. 111-12 og 329-32). Persónur, er við sögu koma, eru heldur aldrei
kynntar umfram það, sem eðlilegt væri að gera í samræðum og sama máli
gildir um fyrirbæri, sem frá er sagt og ekki eru alkunn. Til dæmis hefði þurft
að gera einhverja málefnalega grein fyrir Oxfordhreyfingunni svo mjög sem
hún er talin hafa mótað Sigurbjörn á Svíþjóðarárum hans (sjá síðar í þessari
8rein). I lokakapítula bókarinnar, sem ber yfirskriftina „Efri ár" taka viðtölin
loks yfirhönd, einnig hvað stíl og framsetningu varðar. Sigurbjöm hefur þá
skyndilega orðið og mælir í 1. persónu eintölu (sjá bls. 361 og áfram), sem
kann að valda nokkrri óvissu, þar sem skrásetjari hefur þráfaldlega í öðmm
hlutum bókarinnar skotist upp á yfirborðið með þessum hætti. Skiljanlegt er
að viðtölin verði drottnandi í þessum hluta, þar sem þess er að vænta að
"Skráðar heimildir" vanti helst frá ámnum eftir að Sigurbjöm lét af opinber-