Saga - 1989, Síða 248
246
RITFREGNIR
um störfum. Hitt orkar meira tvímælis, hvort ekki hefði átt að samræma
þennan kapítula formi bókarinnar að öðru leyti, þótt hann hefði þessa sér-
stöðu, hvað grunnefni varðar.
Þegar bókin er metin í heild verður niðurstaðan óneitanlega sú, að hvað
sem framsetningu og stíl líður, sé hún í eðli sínu fyrst og fremst viðtalsbók
með innskotum úr öðrum áttum, eins og að ofan getur. Þetta er ekki sagt
verkinu til lasts. Viðtalsbækur hafa ýmsa kosti. Það, sem hér hefur verið bent
á, skiptir hins vegar miklu máli, þegar meta skal heimildargildi þeirrar ævi-
og starfssögu Sigurbjarnar Einarssonar, sem hér kemur fyrir sjónir almenn-
ings. Það verður ekki betur séð en að hún sé háð öllum þeim takmörkunum,
sem að ofan getur varðandi viðtalsbækur almennt. Þær verða jafnvel enn
augljósari, þegar þess er gætt, hversu virkur skrásetjari verður í vissum köfl-
um bókarinnar eða þar sem leiðir hans og Sigurbjarnar hafa legið saman á
lífsbrautinni með mismunandi hætti. Vilji lesendur kynnast mati, viðhorfum
og túlkunum Sigurbjarnar Einarssonar með lestri þeirrar bókar, sem hér er til
umræðu, verða þeir með öðrum orðum að vera vel á verði.
1 bók sinni bregður skrásetjari upp lifandi og fjölþættri mynd af Sigurbirni
biskupi. Fyrst er brugðið upp svipmyndum af atburðum úr bernsku hans og
æsku og sagt frá atburðum, sem allir hafa haft djúptæk áhrif á þroskaferil
hans. Við lestur þriggja fyrstu kapítulanna leitar sú hugsun oft á, að þar sé á
ferðinni efniviður, sem fengur væri að fyrir trúarlífssálfræðinga, sem starfa á
sviði djúpsálarfræði og sálgreiningar. Meðal annars væri áhugavert að gera
sér grein fyrir, hvernig uppeldið hjá móðurforeldrunum og ekki síst sam-
skiptin við afann mótuðu guðsmynd Sigurbjamar sem barns og síðar jafnvel
guðfræði hans sem fullveðja manns. í því sambandi koma upp í hugann til
samanburðar frásagnir séra Jóns Auðuns af allt annars konar uppeldi og trú-
arreynslu. Gæti hugsast, að í æskuminningum þessara tveggja kennimanna
megi finna eina skýringu á þeim mikla mun, sem var á guðfræði þeirra. Hér
er um spennandi „psykohistoriskt" rannsóknarefni að ræða af vettvangi
íslenskrar guðfræðisögu á 20. öld.
Eftir bernskufrásagnir Sigurbjarnar fylgja myndimar hver af annarri og
taka á sig samfelldara form. Sigurbjörn var nemandi í MR á stormasömu
tímabili og tók virkan þátt í þeim hræringum, sem þá gerðu vart við sig. Eftir
andleg umbrot menntaskólaáranna breyttist lífsstefna Sigurbjarnar og sú
ákvörðun mótaðist með honum að læra til prests. í stað þess að fara beina
leið gegnum guðfræðideild Háskólans, hvarf hann utan til náms. Lagði hann
stund á grísku og klassísk fomfræði í Uppsölum og trúarbragaðasögu við
heimspekideild Stokkhólmsháskóla. Vegna þess markmiðs, sem hann hafði
sett sér að afloknu þessu „húmaníska" námi, var hann auk þess vakandi fyr-
ir þeim guðfræðistefnum og viðhorfum í kirkjumálum, sem þá vom efst á
baugi í Svíþjóð. Einkum kynnti hann sér nýjatestamentisfræði A. Fridrich-
sens, sem þá var einna þekktastur sænskra guðfræðinga. Með þessum hætti
gerðist Sigurbjöm tímamótamaður í íslenskri guðfræðisögu og rauf langvar-
andi einangmn og stöðnun íslensku kirkjunnar í þessu efni. Að fjögurra ára
námsdvöl lokinni hvarf hann til Reykjavíkur og lauk guðfræðiprófi eftir
skamman tíma. Því næst tók fjölbreyttur embættisferill við. Sigurbjöm varð