Saga - 1989, Side 249
RITFREGNIR
247
prestur í afskekktri sveit á Snæfellsnesi. Þaðan hvarf hann til þjónustu í
Reykjavík, sem þá var í örum vexti auk þess sem upplausnarástand her-
námsáranna skapaði prestum höfuðstaðarins margháttaðan vanda. Á þess-
um árum tókst Sigurbjöm á við mörg alvarlegustu, félagslegu vandamál,
sem Islendingar höfðu átt við að glíma fram til þess tíma. Úr prestsskapnum
lá leiðin að nýju í guðfræðideild Háskólans og nú í kennarastól. Með komu
Sigurbjamar að guðfræðideildinni urðu straumhvörf í starfi hennar, en þau
höfðu vissulega hafist nokkru fyrr með kennslu sr. Sigurðar Einarssonar. Frá
Háskólanum var Sigurbjöm loks kallaður til að gegna æðsta forystuhlutverki
þjóðkirkjunnar, er hann var kosinn biskup yfir fslandi árið 1959. Við hlið
þessa fjölbreytta og glæsilega embættisferlis var Sigurbjöm ætíð mikilvirkur
rithöfundur, fyrirlesari og forgöngumaður um ýmis málefni, sem miklu
skiptu fyrir kirkju og kristni í landinu auk þess sem hann hafði nokkur póli-
tísk afskipti. Það er því ekki að ófyrirsynju, að skrásetjari þessarar fyrstu
ævisögu hans metur stöðu hans í kirkjusögu landsins á síðustu áratugum
með eftirfarandi hætti:
Þó enn vanti mikið á, að þjóðkirkjan gegni sínu spámannlega hlut-
verki einsog vera ætti, sé hin sívökula og afdráttarlausa samviska
þjóðarinnar í öllum greinum, þá stendur hún nú traustari fótum í
þjóðlífinu en nokkm sinni fyrr á liðinni öld. Að sönnu verður það
ekki þakkað Sigurbirni einum, en að öðmm ólöstuðum hygg ég að
enginn hafi lagt drýgri skerf til þeirrar þróunar. Hann er ótvírætt
einn af afburðamönnum íslendinga á þessari öld, og mun væntan-
lega verða þeim mun ljósara sem lengra líður (bls 9).
Þótt einstaklingur lyfti sjaldnast heilli kirkju skal hér í meginatriðum tekið
undir þessa skoðun. Vissulega urðu margháttaðar breytingar á því langa
tímabili, er Sigurbjöm Einarsson gegndi biskupsembætti, sem ómögulegt er
að rekja til persónulegra áhrifa hans sjálfs: Kynslóðaskipti urðu í kennaraliði
guðfræðideildarinnar og Sigurbjöm var aðeins einn úr hópi þeirra, sem
breyttu fræðilegu andrúmslofti innan hennar. Kynslóðaskipi urðu einnig
innan prestastéttarinnar, en sjálfur mun Sigurbjöm hafa vígt hátt í 90 presta.
Margháttaðar breytingar urðu einnig á félagslegu og menningarlegu and-
rúmslofti meðal þjóðarinnar, sem hafa haft víðtæk áhrif á stöðu og starf
kirkjunnar. Allt um það er ljóst, að biskupstíð Sigurbjarnar Einarssonar
markaði straumhvörf í sögu íslensku kirkjunnar og má um margt líkja hon-
um við „kirkjufursta" fyrri alda, sem settu svipmót sitt á flesta þætti kirkju-
lífs meðal þjóðarinnar um langan tíma. Embættisferli sínum lauk hann einn-
ig með líkum hætti og þeir, með því að fá kirkjunni í hendur nýja biblíu-
þýðingu, sálmabók og helgisiðabók. Markaði sú síðastnefnda þáttaskil, hvað
varðar messusiði íslensku þjóðkirkjunnar og var útgáfa hennar því söguleg-
ur atburður. Það er einn af meginkostum bókar Sigurðar A. Magnússonar
um Sigurbjöm biskup, að höfundi tekst að sýna fram á með sannfærandi
hætti, að í Sigurbimi Einarssyni mætum við óvenjulegum manni, er um
margt lifði óvenjulega tíð í sögu þjóðar og kirkju. Höfundi tekst og að sýna
fram á, hversu víðtæk áhrif Sigurbjöm hafði á kristnilíf og þjóðlíf íslendinga
frá því um miðbik þessarar aldar. Sigurður er einnig einn af fáum viður-