Saga - 1989, Page 252
250
RITFREGNIR
gefnir, heldur voru viðhorf þeirra öll svo utangarna við allt sem
menn þekktu í guðfræðilegum efnum.
Annað dæmi um svipað upphlaup höfundar er lýsing á deilum um Sigur-
björn sem hugsanlegan ræðumann á norrænu, kristilegu stúdentamóti, sem
hér var haldið árið 1950. Á þessum stað er ritað af köldum „paþos" um
„glórulaust ofstæki" og „ofbeldi" (bls. 211-14). Á bls. 327 fá íslenskir þing-
menn ekki alls ólíkar umsagnir og þá í raun bæði frá sögumanni og skrásetj-
ara, en þar eru þingmenn ásakaðir fyrir „framhleypni" og „nesjamennsku"
vegna afstöðu sinnar tíl afnáms prestskosninga. Vinnubrögð sem þessi
hljóta að vekja tortryggni í garð bókarinnar og gefa henni yfirbragð grunn-
færins spjalls.
Þessu skyld eru einkennileg, merkingarlaus innskot um menn og málefni,
sem við sögu koma, án þess að þau þjóni augljósum tilgangi, en geta fengið
mjög tvíræða merkingu. Eitt besta dæmi slíks er, þegar þess er getið um
mikilhæfan kirkjumann, sem um eitt skeið gegndi prestsþjónustu í Kaup-
mannahöfn, að hann hefði fallið í „... prestskosningum hvað ofaní
annað..." Með þessu er óneitanlega gefið í skyn, að hann hafi hlotið stöð-
una af annarlegum ástæðum, auk þess að hann hafi ekki farið „...fyrir
brjóstið á ráðandi öflum" (bls. 311). Augljósasta skýringin á þessum útlistun-
um höfundar er sú, að hann og prestur sá, sem hér kom við sögu, elduðu
grátt silfur saman á sínum tíma innan Kristilegs stúdentafélags, enda full-
trúar tveggja arma á hinum evangelíska væng „stúdentaguðfræðinnar" á
þessum tíma. Hafði þeim meðal annars lent saman í ofangreindum deilum
um hlutdeild Sigurbjarnar að stúdentamótinu 1950 (sjá bls. 211-14). Afstaða
Sigurbjarnar sjálfs til þeirrar embættisveitingar, sem hér er um að ræða, virð-
ist einnig koma fram á ofangreindum stað. Er hún öllu málefnalegri og yfir-
vegaðri, en þar segir: „... hér var ekki um eiginlegt embætti að ræða, lögfesta
stöðu, heldur einungis tilraun, og maður til fenginn sem að áliti ráðherra og
biskups var vel til þess fallinn að gera tilraunina" (bls. 311). Hér virðist gæta
spennu milli sjónarmiða sögumanns og túlkana höfundar án þess að skýrt
komi fram í textanum hvor aðilinn stendur fyrir því, sem sagt er hverju
sinni. Er hér um einn stærsta galla viðtalsbóka að ræða, svo sem fyrr er að
vikið, og gerir þær mjög varhugaverðar, þegar meta skal heimildargildi
þeirra.
Eins og áður er að vikið koma margar persónur við sögu, án þess að fá
viðhlítandi kynningu. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir, að einstaklingum eru
gefnar margháttaðar einkunnir. Um bókina verður alls ekki sagt, að þar séu
einungis dregnar upp hvítar myndir og svartar eftir því hvort menn skipuðu
sér í sveit með eða móti aðalsögupersónunni, en slíkt er sem kunnugt er
algengur ljóður á ævisögum. Hitt kemur þó einnig fyrir, að andstæðingar
sögupersónunnar fá mjög óvægilegar umsagnir. Til dæmis koma dómar þeir
um Magnús Má Lárusson, fyrrum prófessor og rektor Háskóla Islands, sem
upp eru kveðnir í kapítulanum „I guðfræðideild" nokkuð á óvart (sjá t. d.
bls. 197 og 198). Skýringuna á þessum köldu kveðjum er hins vegar að finna
í árekstrum milli áhugamannafélags um endurreisn Skálholtsstaðar, sem
Sigurbjöm var í forsvari fyrir, og opinberrar nefndar um sama málefni, sem